Þá er ég komin heim til Íslands og það ekki átakalaust. Það ætti að útskýra bloggleysið.
Ég átti að fljúga frá Frankfurt á mánudaginn en fluginu var frestað til dagsins í gær. Ég fór inn á hótel og hékk þar þangað til ég átti flug. 27 klukkustunda ferðalag frá Hollandi til Íslands, hver hefði trúað því?
En núna er ég komin heim, þó ekki lengi vegna þess að ferðalangurinn mikli fer aftur af landi brott til Orlando 16. des. Dagskráin er því þétt og best að byrja ekki seinna en núna! Það sem er helst á dagskrá er að hitta fólkið mitt og jólast út í eitt.
Þessi fíni jólasveinn og jólaljósin í Dusseldorf komu mér í svakalegt jólaskap
Gleðilega aðventu
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg