fbpx

DÖNSUM INN Í HELGINA

Ég hef alltaf elskað að dansa og að horfa á dans. Sjálf æfði ég ballett í 14 ár áður en annað tók við og ég mótaðist mikið af því; ég öðlaðist aga þar sem dansinn tók mikinn tíma og lærði að bera mig vel og hreyfa mig fallega sem hjálpa mér mikið þegar kemur að vinnunni minni í dag.

Eitt af því sem ég elska við dans er að hann er ekki bara fallegur að horfa á heldur er til ógrynni fallegra mynda, sérstaklega af ballett. Mér finnst svarthvítar myndir fallegastar.

Litlar ballerínur í Listdansskóla Íslands fyrir ansi mörgum árum!

Síðustu vikur hef ég verið límd við skjáinn þegar einn af mínum uppáhalds þáttum, Dans dans dans, fer í loftið á RÚV. Mér finnst æðislegt að horfa á íslenska dansara keppa í mismunandi dansgreinum og svo kannast maður alltaf við nokkur andlit í hverjum þætti. Ég er sérstaklega spennt fyrir næsta þætti en þá keppir Denise, besta vinkona mín, ásamt dansherranum hennar Þorkeli. Þau munu dansa ballroom (samkvæmisdans) sem hefur ekki sést áður í keppninni. Ég get lofað ykkur því að ég mun fá þónokkur tár í augun og rifna úr stolti þegar ég sé þau dansa annað kvöld!

Yndislega danspar

Dönsum inn í helgina

Andrea Röfn

GLERAUGU

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Jóhanna Dröfn

    16. November 2012

    Sjá okkur þarna litlu dúllurnar í bláu búningunum okkar!

  2. DóraKristín

    17. November 2012

    Ég er einmitt svo spennt fyrir laugardagskvöldinu. Á eftir að rifna úr stolti þegar Þorkell, sonur föðursystur minnar sveiflar Denise um gólfið. Varð bara spennt þegar ég sá allt í einu mynd af þeim hér haha. Þau eru svo myndarleg! Spenna og gæsahúð!

    • Andrea Röfn

      17. November 2012

      Jóhanna Dröfn já sjá okkur, ekki skrýtið að ég hafi alltaf verið aftast, hávaxna renglan! Og þú lítil mús þarna fremst :)

      Dóra, þau eru langflottust! Ég hlakka svo til að sjá þau dansa, þau rúlla þessu upp!