fbpx

DIY: FATASLÁ – KRISTÍNA REYNIS

Kristína Reynisdóttir er ungur snillingur. Ég rakst á þessa flottu fataslá á facebook veggnum hennar í gær sem hún hafði hannað sjálf og útfært. Fatasláin er í raun bara gamall stigi gerður að nýjum og festur upp á vegg.  

Ég fékk Kristínu til að segja mér aðeins betur frá fataslánni.

Hvar fékkstu hugmyndina?
Hugmyndina fékk ég sjálf, en ég hafði séð mynd af einhverju svipuðu á netinu þar sem stiginn lá lóðrétt en ekki lárétt. Ég ákvað að gera þetta meira að mínu og gera það í stíl sem passaði inn í herbergi til mín.

Gamli stiginn áður en hafist var handa

Hvernig framkvæmdirðu hugmyndina?
Haha, það er mikil saga á bak við þetta! Tréstiga er ekki séns að finna á Íslandi lengur nema í görðum hjá gömlu fólki, svo ég fór með múttu að leita mér að stiga í öllum görðum Kópavogs í um það bil mánuð eða lengur. En á endanum áttu amma mín og afi þessa fínu tröppu sem ég tók í sundur, pússaði, málaði og lakkaði og að lokum festi upp á vegg!

Kristína iðin við að gera stigann fínan

Fékkstu hjálp eða ertu sjálf svona handlagin?
Jújú pabbi snilli er lærður húsasmiður og hjálpaði mér að festa þetta upp á vegg.

Hefurðu áhuga á hönnun og að búa til hluti?
Já ég hef mikinn áhuga á svona löguðu og hver veit nema þetta leiði af sér eitthvað meira skemmtilegt!

Glæsileg útkoma hjá þessari flottu stelpu

Andrea Röfn

FÖSTUDAGS OUTFIT

Skrifa Innlegg