fbpx

DIOR MAKE-UP

Í síðustu viku var ég förðuð fyrir Lifun – aukablað Morgunblaðsins sem fjallar um tísku og förðun.

Það var hún Kristín Ágústsdóttir sem gerði mig fína með vörum úr nýrri línu Christian Dior.

Húð:

  • Hydralife Pro-Youth Extreme rakakrem. Gefur húðinni fallegan ljóma og góða næringu. Ég sjálf nota þetta krem og finnst það rosalega gott, bæði á sumrin og veturna. Fjalla betur um það fljótlega!
  • Skinflash Primer. Til að undirbúa húðina fyrir farðann.
  • Diorskin Nude fluid farði númer 20. Náttúrulegur og fullur af vítamínum og steinefnum. Gefur létta og fínlega þekju.
  • Diorskin Nude Tan sólarpúður nr. 2. Fjögurra lita sólarpúður. Til að toppa gyllta lookið púðraði hún svo létt yfir andlitið með Diorskin Nude Shimmer púðri.
Augu:
  • Diorshow monoskuggi, Mordoré no. 653 – hún bleytti hann en hægt er að nota hann bæði þurran og blautan.
  • Svartur eyeliner no. 095 á efra augnlok
  • Svartur blýantur no. 094
  • Maskarinn er Diorshow Iconic Overcurl, krullar og lengir augnhárin. Erna Hrund bloggaði einmitt um hann fyrir stuttu – hér.
 Varir:
  • Mótaðar með Dior Lipliner no. 223, vatnsheldum varablýanti
  • Varaliturinn er Dior Addict no. 457, fallegur ferskjutónn sem kom með vorlitunum

 

Mér finnst þær ótrúlega fínar nýju vörurnar frá Dior og maður finnur fyrir því hvað þær eru vandaðar. Litirnir eru fallegir og mjög vor- og sumarlegir.

Augnskuggann fékk ég mér eftir myndatökuna og er viss um að verði mikið notaður. Hann dregur fram bláa litinn í augunum og svo er hægt að nota hann bæði blautan og þurran.

Andrea Röfn

SÍÐUSTU DAGAR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1