fbpx

CPH FASHION WEEK

HÚRRA REYKJAVÍK

Ég var stödd á Copenhagen Fashion Week fyrr í mánuðinum ásamt Húrra Reykjavík teyminu. Prógrammið okkar var þétt og megintilgangur ferðarinnar að hitta fyrir merkin sem eru í búðunum og panta inn vörur fyrir seasonið spring/summer ’18. Ólafur Alexander markaðsstjóri tók fullt af skemmtilegum myndum og mig langar til að deila þeim með ykkur ásamt því að segja ykkur aðeins frá fundunum og merkjunum. Fyrsti fundurinn var með danska merkinu Mads Nørgaard sem margar íslenskar stelpur og konur hafa mikið dálæti á, allavega miðað við vinsældir þess í Húrra. Merkið er þekkt fyrir rendur, skæra liti og kvenleg snið og hefur á undanförnum árum fært stóran hluta framleiðslu sinnar til Danmerkur. Það sem ég elska við Mads Nørgaard er að ákveðnir stílar halda áfram season eftir season, þ.e. stílar sem virka vel og eru vinsælir. Þar að auki koma inn nýir ferskir stílar hvert season. Annar fundurinn okkar var með Robba snillingi hjá Puma. Ég er spenntust fyrir Basket Heart skónum sem eru væntanlegir núna í haust, þessum hér:Við pöntuðum einnig mjög nice Suede platform týpur sem hafa vakið mikla athygli upp á síðkastið og líkjast Rihönnu creeperunum sem hún hefur einmitt verið að hanna fyrir Puma.

Næsta stopp var í showroominu hjá Han Kjøbenhavn, dönsku merki sem hingað til hefur bara verið fáanlegt fyrir herra. Fyrsta dömulínan heillaði okkur mikið með veglegum yfirhöfnum og track göllum í bland við hettupeysur, boli og gallabuxur í fáránlega góðum sniðum, efnum og litum. Ég er sjúk í þessa línu og hlakka til að eignast nokkrar flíkur úr henni. Til viðbótar við fatalínuna bættust við þrjú sólgleraugnasnið sem voru sérstaklega hönnuð fyrir dömur, en hingað til hafa öll sólgleraugu frá Han verið unisex og vakið mikla athygli. Ég get ekki hætt að hugsa um þessi sólgleraugu sem ég er með á neðstu myndinni, þau eru svo falleg.

Deginum lauk svo hjá vinum okkar í Rich & Hanc agency þar sem The North Face, Filling Pieces, Han Kjøbenhavn (herra) og Kappa var pantað.

Filling Pieces er eitt af mínum uppáhalds merkjum og mér finnst alltaf skemmtilegt að skoða og velja nýjar týpur frá því. Ég skrifaði um merkið síðasta haust HÉR. Ítalska merkið Kappa, sem hóf nýlega endurkomu sína, verður fáanlegt í dömubúðinni í fyrsta sinn á komandi vikum ásamt The North Face en bæði merkin hafa fengist í herrabúðinni hingað til. Við eyddum einum degi á CIFF vörusýningunni þar sem við pöntuðum Champion, Ellesse og Common Projects. Öll merkin eru að gera skemmtilega hluti bæði fyrir dömur og herra og eru í auknum mæli að einbeita sér að því taka klassíska stíla og sníða á á sem fallegastan máta fyrir bæði kyn.  Um kvöldið héldum við svo á fund Norse Projects, sem hefur verið í báðum búðum frá upphafi. Norse klikkar ekki á gæðum og fallegum sniðum og ég get staðfest að maður verður smá háður merkinu vegna þess. Arnór kærastinn minn vill til dæmis varla líta við öðrum stuttermabolum eftir að hann byrjaði að ganga í Norse.  Næst síðasti dagurinn hófst á fundi með Stussy sem vart þarf að fjalla um enda er merkið alltaf með sitt á hreinu og blandar skemmtilega saman basic vörum við spicy stíla líkt og þessa sem sjá má á myndunum. Á Fashion Week kynnti vinkona okkar Melissa Bech til leiks nýtt merki, Blanche. Ég fór og hitti hana í upphafi tískuvikunnar til að skoða línuna og ég get staðfest það að Blanche er komið til að vera. Línan er gríðarlega falleg, vel sett saman og úthugsuð og því hef ég mikla trú á merkinu. Blanche verður fáanlegt í Húrra Reykjavík frá janúar/febrúar 2018.  Laugardeginum eftir Fashion Week eyðum við yfirleitt með Libertine Libertine. Tökum okkur góðan tíma til að skoða og velja enda gríðarlega vinsælt merki í báðum búðum og stórar línur hvert season. Ég var ánægð með SS’18 línuna en líkt og síðustu season inniheldur hún mikið af settum, printum og fallegum yfirhöfnum. Kápan sem ég er í á myndinni að ofan er mín uppáhalds en hún mun koma bæði í navy og grænu, sem sjá má á Sigrúnu einni mynd ofar. Libertine Libertine er merki sem mér þykir vænt um og elska að ganga í. 

6 daga Fashion Week maraþoni lokið og fullt af fallegum vörum á leiðinni. Vonandi fannst ykkur gaman að sjá allar myndirnar og heyra örlítið um hvert og eitt merki – þið megið endilega smella á LIKE eða hjartað ef þið fílið svona færslur!

Andrea Röfn

NEW IN

Both comments and pings are currently closed.