fbpx

CHANEL HAUTE COUTURE SS13

Chanel Haute Couture sýningin fór fram í vikunni. Línan var vor/sumar 2013 lína Karls Lagerfeld. Sýningin fór fram í Grand Palais í París og var  höllin full af tískuunnendum. Höllin var  skreytt í stíl við rómantíska línuna með trjám sem sérstaklega voru flutt þangað inn fyrir sýninguna.

Línan er rómantísk og kvenleg í bland við dramatískt make-up og hárskraut. Svart og hvítt var áberandi, blómamynstur, blúndur, fjaðrir og tweed. Ég var hrifnari af þessu svarta, hvíta og fjöðrunum frekar en blómakjólunum.

 Í endann löbbuðu tvær fyrirsætur pallinn í brúðarkjólum í stuðningi við hjónabönd samkynhneigðra í Frakklandi.

Aðalmaðurinn

Ég mæli með því að þið horfið á myndbandið til að sjá fötin betur og einnig fallegu höllina.

 —

Andrea Röfn

MR SELFRIDGE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Theodóra Mjöll

    26. January 2013

    vá vá vá

  2. Halla

    26. January 2013

    En rómantiskt…..