Enska tískuhúsið Burberry hefur birt nýjustu herferð sína fyrir ilmvatnið „My Burberry”. Herferðin skartar tveim stærstu nöfnum tískubransans sem sameinuðu loksins krafta sína í þeirra fyrstu auglýsingu saman. Það eru bresku supermódelin Cara Delevingne og Kate Moss en báðar hafa þær unnið áður fyrir Burberry. Tvennan var mynduð af engum öðrum en Mario Testino. Í auglýsingunni sjást þær aðeins klæddar í trench kápuna sem er einkennisflík Burberry.
Ilmvatnið er sérstakt að því leyti að viðskiptavinurinn hefur þann möguleika að eignast sitt persónulega My Burberry ilmvatn með eigin skammstöfun á. Að mínu mati eru módelin tvö þó miklu stærra atriði í auglýsingunni en ilmvatnið sjálft, enda eru Cara og Kate mestu icon dagsins í dag og verða það næstu ár og áratugi. Það sem ég elska við þessa herferð er að þær eru þær sjálfar, enda óþarfi að fara að breyta þeim að nokkru leyti. Fyrsta samstarf Cöru og Kate finnst mér virkilega flott.
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg