Ég hef fengið spurningar á tölvupóstinn minn um hvaða andlitskrem ég noti, hvaða farða o.s.frv. Mig langar að segja ykkur frá andlitskreminu sem ég nota núna og hef gert í um það bil ár.
Kremið er úr Hydra Life línunni frá Dior og heitir Pro Youth Extreme Creme, andlitskrem fyrir unga húð. Kremið dreifist fullkomlega á andlitið og er fljótt að næra húðina. Ég þarf því ekki að bíða lengi eftir því að byrja að mála mig eftir að kremið er komið á. Svo má ekki gleyma lyktinni sem er unaðsleg.
Ég er með fremur venjulega húð, hvorki þurra né feita. Á veturna hef ég notað „dry to very dry skin”, sem er gott í kuldanum til að vernda húðina fyrir þurrki. En á sumrin nota ég „normal to dry skin” þar sem húðin hefur það alltaf aðeins betra á sumrin.
Ef einhverjar ykkar eru að leita ykkur að andlitskremi þá mæli ég hiklaust með Dior Hydra Life, það er hverrar krónu virði. Við verðum að muna eftir húðinni – það þýðir ekki að vera alltaf í nýjustu tísku en gleyma að hugsa um húðina og heilsuna! Sammála?
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg