Ég er stödd í Frakklandi þar sem EM stendur yfir. Við fjölskyldan flugum á mánudaginn og erum með hús í Sainte Maxime í Suður-Frakklandi. Þetta er einn fallegasti staður sem ég hef komið til en húsið okkar er lengst uppi í fjallinu með útsýni yfir bæinn, hafið og Saint Tropez.
Við urðum að sjálfsögðu vitni að stórleik Íslands gegn Portúgal sem fram fór í St. Etienne á þriðjudaginn. Þvílík upplifun!! Það er erfitt að lýsa stemnigunni í stúkunni og í fan zone fyrir leik enda mörgþúsund Íslendingar mættir til Frakklands til að horfa á og styðja liðið í fyrsta skipti á stórmóti. Úrslitin gerðu upplifunina margfalt skemmtilegri og reiður Ronaldo skemmti ansi mörgum þetta kvöld.
Í kvöld mætir liðið Ungverjum í Marseille og við fjölskyldan erum mætt til borgarinnar. Endilega fylgist með gleðinni á snapchat og instagram undir andrearofn! Ég mun líka sýna frá gleðinni á Trendnet snappinu, trendnetis.
Kveðja frá Frakklandi og áfram Ísland!!
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg