Síðasti dagur ársins er runninn upp. Árið sem er að líða hefur verið ein stór skemmtun en þó með nóg af verkefnum til að yfirstíga.
Ég tók saman það helsta frá árinu og er ekki frá því að 2012 sé eitt viðburðaríkasta árið í mínu lífi.
Tvítug
Verzlunarskólablaðið V78
Ásamt frábærum hópi vina vann ég að útgáfu Verzlunarskólablaðsins, V78. Vinnan var löng og ströng og því var tilfinningin á útgáfudaginn alveg ómótstæðileg og við krakkarnir full af stolti.
RFF
RFF númer 3 var haldið í ár. Þar sýndi ég fyrir Hildi Yeoman, Kron by kronkron, Zisku og Munda.
Nikita
Vinnan fyrir Nikita hélt áfram. Í vor fórum við í skemmtilegt roadtrip um suðurlandið og síðar á Hofsós og Sauðárkrók.
Stúdína
Í maí útskrifaðist ég frá Verzlunarskóla Íslands. Útskriftardagurinn er einn sá skemmtilegasti sem ég hef upplifað.
Mallorca
Þremur dögum seinna vorum við stúdentarnir komnir til Mallorca. Þar var áfanganum fagnað í sólinni í tvær vikur.
New York
Kynntist New York enn betur þegar ég var þar í rúma tvo mánuði með Gulla.
Trendnet
Í ágúst var Trendnet opnuð og í fyrsta skiptið var ég að blogga. Þessir mánuðir á Trendnet hafa verið skemmtilegir og mikil áskorun. Ég hlakka til komandi árs á síðunni!
Holland
Fórum frá New York til Nijmegen. Örlítill munur á stærð borganna en báðar eru þær frábærar. Fjölskyldan heimsótti okkur sem var ekkert nema gott.
Ferðalög
Á meginlandinu er þrælauðvelt að keyra milli landa. Við höfum verið dugleg við að ferðast til Amsterdam, Brussel og Dusseldorf. Á árinu sem er að koma mun listinn klárlega lengjast.
Við fórum einnig til London eina helgina en það hefur verið draumur minn í mörg ár að heimsækja London. Þar hitti ég mjög kæra vini mína.
Ísland
Ég átti líka æðislega tíma á Íslandi í ár með fólkinu mínu
..og vann mikið.
—
Núna fagna ég áramótum í faðmi fjölskyldunnar í Orlando.
Þegar klukkan slær miðnætti fæ ég alltaf sömu skrýtnu tilfinninguna í magann og hugsa mikið um að glænýtt ár sé hafið og það gamla liðið. Ég hlakka mikið til áskorananna sem taka nú við og vonandi toppar nýja árið það gamla.
Gleðilegt ár kæru lesendur Trendnets og takk fyrir góðar viðtökur 2012!
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg