fbpx

NEW IN – KENZO

 

Þegar hún Svana var í Eindhoven skellti ég mér í bíltúr þangað til að hitta hana. Planið var að kíkja á sýningar enda Dutch Design Week í fullum gangi.

Við byrjuðum reyndar á því að kíkja í fatabúð sem vinkona hennar starfar í. Hún heitir You are Here og býður upp á fullt af flottum merkjum, m.a. Alexander Wang og Kenzo. Ég endaði með flík í poka, Kenzo peysu með útsaumuðu auga sem ég er mikið ánægð með enda búið að langa lengi í Kenzo peysu.

1418187_10152335943398332_814551327_n

Búðarmaðurinn Ismail sem vildi endilega skella mér í pils við peysuna en við Svana hristum báðar hausinn og sögðum á sama tíma að ég væri ekki alveg sú týpa. Hann er sjálfur í peysu frá Kenzo.

1464906_10152335943393332_996508878_n

1458813_10152335943373332_1515545467_n

1462168_10152335943353332_1688758764_n

1421487_10152335957683332_6043270_n

1458954_10152335957678332_1559810668_n

1465064_10152335957658332_1636773370_n

1421474_10152335957673332_579204446_n

1384847_10152335957648332_1990119069_n

563695_10151960267685600_480928557_n

Við kíktum svo að sjálfsögðu á hönnunarsýningar sem voru heldur betur glæsilegar. Það er greinilegt að hér í Hollandi blómstrar hönnunin.

xx

Andrea Röfn

 

ÍTALÍA

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    9. November 2013

    Svo æðislega fín peysa og þú bjútí!
    Kveðja ljósmyndarinn;)

  2. Pattra S.

    10. November 2013

    Mátaði þessa um daginn, auðvitað ;);)
    Sjúklega fín í henni snilli!

  3. Helgi Omars

    10. November 2013

    Nice nice nice nice!

  4. Helga Vala

    10. November 2013

    Sæta yndislega stelpa <3

  5. Embla

    14. November 2013

    Svo fín! Bæði þú og peysan :-)
    En hvar fékkstu leðurbuxurnar? Er búin að vera að leita að fullkomnu leðurbuxunum en hef ekki fundið enn – sýnist þessar komast nokkuð nálægt því.

    • Andrea Röfn

      15. November 2013

      Takk kærlega Embla :)

      Þessar eru frá Monki, þetta eru pleðurbuxur sem ég hef notað mjög mikið. Að vísu eru þær ekki með tölu og rennilás að ofan þannig ég er yfirleitt í einhverju síðu yfir.

      Ég á líka einar mjög flottar frá Urban Outfitters sem ég hef því miður notað lítið því skálmarnar eru ekki nógu síðar.

      Ég mæli með því að þú kíkir á asos.com, það er svaka úrval af öllu þar. Auðvitað smá áhætta að fá sent án þess að máta, en það eru oft flíkur sem fást svo mögulega í búðum hérna heima.

      Kv. Andrea

  6. Embla

    15. November 2013

    Takk fyrir hjálpina! Fann einar mjög flottar á asos.com sem ég er alveg tilbúin að taka áhættuna á að fá sendar án þess að máta :-) þær eru reyndar ekki til í minni stærð sýnist mér, en ég fylgist bara með því hvort þær komi ekki aftur.