fbpx

MR SELFRIDGE

Þið sem hafið farið til London og labbað Oxford Street hafið líklega tekið eftir Selfridges&Co tískuhúsinu.

Ég er nýbyrjuð að fylgjast með glænýrri þáttaseríu, Mr Selfridge. Þættirnir gerast árið 1909 í London og fjalla um herra Selfridge, ákveðinn Bandaríkjamann sem flutti til London til að byggja tískuhúsið. Með opnun Selfridges&Co vekur hann nýjan áhuga borgarbúa á tísku og breytir fatainnkaupum úr nauðsyn yfir í áhugamál. Að sjálfsögðu fáum við svo að fylgjast með nóg af ástarsamböndum og óvináttu!

Ef þið hafið gaman af þáttaseríum þá mæli ég hiklaust með þessari.

 —

Andrea Röfn

OUTFIT

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1