fbpx

DRAUMARÚMIÐ FRÁ AUPING – HVAÐ VERÐUR FYRIR VALINU?

Fyrir heimiliðHönnunSamstarf
*Færslan er í samstarfi við Auping & Epal

Að fjárfesta í nýju rúmi er stór ákvörðun sem flestir taka eftir að hafa hugsað málið vel og vandlega en það eru líklega fáar ákvarðanir sem eru teknar eftir jafn miklar pælingar.

Við höfum verið að íhuga í nokkra mánuði að fá okkur nýtt rúm því það er kominn tími á okkar gamla. Eftir að hafa skoðað vandlega úrvalið kom ekkert annað til greina en að velja rúm frá Auping en saga fyrirtækisins er stórmerkileg og spannar yfir 130 ár auk þess sem öll hugmyndafræði þessa heillar svo að það er varla annað hægt en að vilja vera með þeim í liði. Því þeir vilja einfaldlega gera heiminn að betri stað með hugsjón, framúrskarandi nýsköpun og gullfallegri hönnun.

Þegar ég fór að skoða rúmin frá Auping í Epal komst ég að því í fyrsta skipti að rúm geta verið svo miklu meira fyrir augað, þau geta í raun verið jafn falleg og hver önnur hönnunarmubbla og fallið vel að stíl heimilisins. En það er aðeins toppurinn af þessu öllu, því rúmin eru einnig þau umhverfisvænstu í öllum heiminum! Sú staðreynd náði mér frá upphafi, því það hefur alltaf setið í mér atriði úr þáttunum “Hvað höfum við gert?” með Stjörnu Sævari sem ég horfði á Rúv, þar sem hann stóð fyrir framan fjall af notuðum dýnum og benti á hrikalega staðreynd. En um 35 milljón dýnum er hent í Evrópu á hverju ári, sumar hverjar brenndar og aðrar urðaðar. Sturluð staðreynd – og lítið sem hægt er að gera… nema núna er jú kominn betri kostur.

Margir hverjir sem eru miklir umhverfissinnar sjá ekkert annað en Auping sem möguleika, en ég sem hönnunarnörd kom fyrst á vagninn þeirra útfrá fagurfræðilegum sjónarmiðum og heillast síðan af þeirri staðreynd að þau bjóða upp á einu endurvinnanlegu dýnuna og rúmið í öllum heiminum. – Nánar um það síðar. Öll þau rúm sem ég hef átt hingað til hafa átt það sameiginlegt að vera frekar mikil um sig og “klossuð” og alltaf vantað örlítið uppá hönnunarþáttinn að mínu mati.

Auping býður upp á bæði nútímalegt og klassískt úrval og eiga öll rúmin það sameiginlegt að vera falleg fyrir augað og hægt er að setja rúmin saman á endalausa vegu þegar kemur að möguleikum varðandi dýnur, áklæði, liti, aukahluti og allt útlit rúmsins. Skoðum aðeins brot af úrvalinu,

Essential –

Noa –

Auronde –

Orginal –

Auping eru umhverfisvæn og margverðlaunuð rúm með áherslu á gæði, fallega hönnun og framúrskarandi svefnþægindi.

Auping var stofnað árið 1888 í Hollandi og með yfirgripsmikilli þekkingu ásamt nýjustu tækniþróun tekst þeim að veita þér besta mögulega nætursvefninn í fallegu og nútímalegu rúmi sem tryggir góðan stuðning, góða loftun og frábæra endingu.

Auping hefur hlotið verðskuldaða viðurkenningu í gegnum árin og hefur hlotið fjölmörg verðlaun og vottanir á sviði sjálfbærni, áreiðanleika, gæða og hönnunar, m.a. Red Dot og IF hönnunarverðlaunin ásamt Cradle to Cradle silfur vottun. 

Með Auping færðu góðan svefn, gæði og framúrskarandi nýsköpun með virðingu fyrir umhverfinu – allt í einu rúmi.

“Auping rúm eru framleidd í samræmi við hugmyndafræði Cradle to Cradle (C2C). Þar sem meginkjarni þess er að eftir notkun er hægt að endurnýta öll efnin í nýja vöru, án þess að tapa gæðum. C2C gengur skrefinu lengra en hefðbundin umhverfisvænni framleiðsla og við skiljum jörðina eftir sem aðeins betri stað en þegar við tókum við henni. “

– Samstarf við Auping & Epal  –

Hér eru nokkrar myndir sem sýna vel úrvalið sem Auping býður upp á. Í uppáhaldi hjá mér er Essential, Auronde og Noa. Ef þið eruð í rúmahugleiðingum þá mæli ég með því að kynna ykkur þessi rúm, svo vönduð og falleg. Einnig hægt að velja um að hafa þau stillanleg sem er auðvitað mesti lúxusinn! Til að fá upplýsingar um rúmin er best að koma við í sýningarsal Auping í Epal Skeifunni eða hafa samband við Garðar sölufulltrúa í rúmadeild sem var okkur innan handar þegar kom að öllu vali á rúminu frá A-Ö og ásamt því fékk ég að hitta aðila frá Auping þegar þau voru stödd hér á landi og fékk að kynnast fyrirtækinu enn betur. Þið getið því líka alltaf sent mér spurningar ef þið hafið einhverjar.

P.s. þú getur á einfaldan hátt hannað þitt draumarúm inná Auping.com og prófað alla liti og áklæði til að sjá hvað heillar þig mest. Svo getur þú sent skjalið með einum smelli á gardar@epal.is og fengið verðtilboð í rúmið. Ég hefði aldrei komist að niðurstöðu held ég nema að prófa nokkrar litasamsetningar þar inná. Mæli með að prófa!

Næst kem ég til með að fjalla ítarlega um rúmið sem varð fyrir valinu hjá okkur og afhverju, stay tuned ♡

Svana, 

6 TIPS HVERNIG Á AÐ FÁ SEM MEST ÚR FATASKÁPNUM

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hildur

    31. January 2022

    Bleikt rúm drauma minna 😍