fbpx

HEIMILI Í BLÓMA

Fyrir heimiliðSamstarf

Það hefur líklega farið framhjá fáum sem fylgjast hér með að ég elska blóm og er yfirleitt alltaf með fersk blóm á heimilinu og í bland við mínar uppáhalds plöntur verður heimilið litríkara og meira lifandi. Undanfarið hef ég verið í samstarfi við Blómstru og fæ send fersk afskorin blóm aðra hvora viku og þar sem blómin frá þeim lifa svo lengi er ég oft með blóm í tveimur vösum og get því stundum verið með blóm á bæði stofu og borðstofuborðinu, eða á eldhús og stofuborði. Vá hvað ég elska það ♡

Áskriftarleiðin mín er lítill vöndur sem er sendur heim að dyrum aðra hvora viku alltaf rétt fyrir helgi. Það er líka hægt að velja stærri vendi en ég hef verið virkilega ánægð með þann minni. Stundum sameina ég eldri vöndinn við þann nýja og við skemmtileg tilefni fæ ég nú stundum blómvönd í gjöf eða versla mér sjálf í búðinni þá hef ég stundum leikið mér að því að blanda þeim saman. Að útbúa blómvendi er svo sannarlega eitthvað sem ég gæti gert alla daga. Ég tók saman nokkrar myndir sem ég hef tekið undanfarið af heimilinu í blóma. Fyrir áhugasama þá getið þið lesið allt um áskriftarleiðina þeirra með því að smella hér.

Eigið góða helgi!

Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

HAUSTIÐ ER KOMÐ : FALLEGIR LAMPAR & KERTASTJAKAR FRÁ IITTALA

Skrifa Innlegg