Ef það er eitthvað sem ég fæ aldrei nóg af þá eru það fallega hönnuð ljós – skartgripir heimilisins eins og ég kýs að kalla það. Fallegt ljós getur algjörlega umbreytt heimilinu og gert stemminguna ómótstæðilega, því fleiri falleg ljós því betra. Loftljós, borðlampar, vegglampar, gólflampar… Ég á auðvelt með að láta hugann reika að fallegum ljósum sem ég hef áhuga á að eignast í safnið mitt sem nú þegar inniheldur nokkur klassísk ljós úr hönnunarsögunni sem munu fylgja heimilinu mínu um ókomna tíð. Ég tók saman mín uppáhalds ljós úr versluninni Lumex sem sérhæfir sig í ljósum og lýsingarhönnun og langar mig að deila þeim með ykkur. Nokkur “íkon” má finna á listanum en ég heillast mikið af klassískri hönnun sem stenst tímans tönn – sumir safna listaverkum, ég safna ljósum ♡
Flos – IC
Hönnuður : Michael Anastassiades, 2014
“IC línan er innblásin af hreyfingu mismunandi efna og jafnvægi þeirra á milli. Þau eru stílhrein, einstök hönnun nánast eins og skúlptúr. Ljósin eru úr handblásnu gleri og veita góða almenna birtu.” IC er eitt af minni uppáhalds hönnun, ég er með tvö IC loftljós á mínu heimili sem ég elska og gæti hugsað mér að bæta við fleirum.
Nuura – Liila
Hönnuður : Sofie Refer, 2018
“Stílhrein og falleg skandinavísk hönnnun þar sem einfaldleikinn fær að njóta sín. Kúpullinn er handblásinn og innrammaður með möttum málm hring. Ljósið veitir mjúka, almenna stemmingslýsingu og prýðir vel vegg eða loft.” Mjög skemmtileg lýsing sem kemur frá þessu og verður hálfgert listaverk á veggnum.
Model 2065
Hönnuður : Gino Sarfatti, 1950
“Stílhreint, sporeskjulagað ljós svífur í loftinu og dreifir hlýrri, náttúrulegri og jafnri birtu um rýmið. Gino Sarfatti er þekktur fyrir tilraunastarfsemi með form og efnisval. Þetta ljós engin undartekning og hér er léttleikinn er undirstrikaður.
Ljósið var upprunalega hannað fyrir ítalska lýsingarfyrirtækið Arteluce í eigu Gino Sarfatti. Barnabarn hans kom því aftur á markaðinn í samvinnu við Flos sem keypti réttinn á verkum Sarfatti fyrir aldamót.” Þau gerast varla klassískari en þetta ljós, hrikalega smart en látlaust á sama tíma.
Hermann Miller – Bubble lamp
Hönnuður : George Nelson, 1952
“Tímalaus og stílhrein hönnun, þar sem einfaldleikinn og efnisviður fá að njóta sín. Ljósið dreifir mjúkri birtu jafnt yfir herbergið. Hentar sem ljósgjafi í stofu, borðstofu jafnt sem anddyri.” Þetta ljós er mjög ofarlega á listanum þessa stundina – algjör klassík sem ég gæti hugsað mér í svefnherbergið – barnaherbergið.
Flos – 265
Hönnuður : Paolo Rizzatto, 1973
“Einstakt veggljós með snúru, hreyfanlegum armi og skermi með slökkvara sem hægt er að snúa í 360 gráður. 265 lampinn er með beinni lýsingu, góðri vinnulýsingu og er því tilvalinn í stofuna eða svefnherbergið sem dæmi.” Hrikalega smart vegglampi sem fer öllum heimilum vel.
Mirror Ball
Hönnuður : Tom Dixon, 2002
“Þetta stílhreina ljós sækir innblástur frá íkoníska formi geimfarahjálsins ásamt diskókúlum. Spegilsáferð ljóssins endurspeglar umhverfið sem það er staðsett í.” Ég er með Mirror Ball silfur í svefnherberginu núna en þetta gyllta er algjör draumur.
Astep – Model 548
Hönnuður : Gino Sarfatti, 1951/2013
“Íkonískur borðlampi frá Sarfatti og hið mesta stofudjásn. Hér fær einfaldleikinn og jafnvægi á milli forma að njóta sín í samspili við einstaka birtu. Model 548 er endurútgáfa á upprunalegu hönnuninni frá Gino Sarfatti, fyrir ítalska lýsingarfyrirtækið Arteluce árið 1951. Barnabarn hans kom Model 548 aftur í framleiðslu með LED lýsingu, ásamt öðrum ljósum eftir Sarfatti í samvinnu við Flos sem keypti réttinn á verkum hans fyrir aldamót.” Hvað er hægt að segja meira um þennan lampa en VÁ!
Flos – Snoopy
Hönnuður : Achille & Pier Giacomo Castiglioni, 1967
“Einn af þekktari lömpum hönnunarsögunnar. Castiglioni bræðurnir fengu innblástur af ástkæra teiknimynda karakterinum Snooby. Borðlampinn er með beina lýsingu og dimmer. Tilvalið sem stofudjásn eða í svefnherbergið.” Snoopy er gífurlega eftirsóttur og prýðir reglulega blaðsíður hönnunartímarita, hrikalega smart.
Flos – Taccia
Hönnuður : Achille & Pier Giacomo Castiglioni, 1962
“Einn af þekktari lömpum hönnunarsögunnar. Castiglioni bræðurnir fengu innblástur af ljósakrónu á hvolfi. Dimmanlegur borðlampi með óbeina lýsingu en hægt er að staðsetja kúpulinn að þörfum hvers og eins.” Taccia er eins og fullkomið listaverk, algjörlega ómótstæðilegur.
DCW éditions – Mantis BS2
Hönnuður : Bernard Schottlander, 1951
“Árið 1952 sækir Bernard Schottlander innblástur frá listaverkum eftir Alexander Calder. Bernard sýnir léttleika, lífræn form og hreyfingu með Mantis línunni.” Mantis lamparnir hafa notið mikilla vinsælda undanfarið og eru til í nokkrum útgáfum, virkilega stílhreint og smart ljós.
Foscarini – Binic
Hönnuður : Ionna Vautrin, 2010
Lítill og krúttlegur dimmanlegur lampi frá Foscarini tilvalinn í t.d. barnaherbergið eða sem leslampi og er hann fáanlegur í nokkrum litum. Ég tók einnig eftir að hann er á 50% afslætti núna í Lumex og kostar þá aðeins 15.000 kr. Sjá þetta bleika litla krútt!
Texti og myndir // frá framleiðendum og Lumex.is
Hvert er þitt uppáhalds ljós? Ég er með augun á Bubble lampanum þessa stundina fyrir barnaherbergið en það vantar ljós þangað inn en öll hin ljósin sem ég taldi upp hér að ofan mættu rata á mitt heimili. Taccia er algjör gullmoli en svo hefur Sarfatti borðlampinn Model 548 algjörlega átt hug minn, hann er með fallegri hönnun, algjörlega einstakur, sjaldséður og svo skemmtilega litríkur.
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg