Það flæða inn fréttir af hönnunarnýjungum fyrir vorið og nú er komið að ástsæla danska hönnunarmerkinu Ferm Living sem hefur heillað okkur undanfarin ár.
Jarðlitir, lífræn form og náttúruleg efni einkenna línuna, hér má sjá splunkuný og minimalísk húsgögn, skúlptúra og aðra fallega hluti fyrir heimilið. Ferm Living hefur tekið fagnandi hugtakinu ‘slow living’, og vilja með hönnun sinni hvetja þig til að taka skref tilbaka, hvílast og tengjast heimilinu á dýpri hátt en áður.
“Heimilið er okkar griðarstaður, þar sem hversdagsleg rútínan mætir stóru augnablikunum í lífinu, og þar sem lífið gerist. Hjá Ferm Living viljum við skapa vörur sem hjálpa þér að útbúa heimili sem segir hver þú ert.” segir m.a. um nýju línuna.
M.a. má sjá nýja húsgagnalínu – Bevel, matarstellið Flow, Mineral glersófaborð á steini, Catena sófaeiningar, Sector vegghillur, Vuelta lampa (þessi í hillunni), minimalískt rúm/sófi í japönskum anda sem ber heitið Kona ásamt fallegum vegghönkum eftir skargripasmiðinn Helena Rohner. Það er því mikið spennandi framundan hjá Ferm Living!
Myndir : Ferm Living
Hvernig lýst ykkur á þessa nýju línu?
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg