fbpx

2020 NÝJUNGAR FRÁ STRING //

HönnunKlassík

String hillukerfið er klassísk sænsk hönnun frá árinu 1949 sem flestir hönnuarunnendur ættu að kannast við. Hægt er að sérsníða hillurnar svo þær henti öllum heimilum og eru því fjölmargir sem safna þessari klassísku hönnun, hvort sem það séu stakar String Pocket hillur eða heilu hillusamstæðurnar.

String kynnti núna á hönnunarsýningunni í Köln spennandi nýjungar en þar má helst nefna neon appelsínugular String Pocket sem munu svo sannarlega lífga við heimilið. Núna í fyrsta sinn koma Pocket hillurnar úr málmi, svokölluðu ‘perforated’ / götuðu stáli svo hægt er að hengja á hillurnar króka eða hengi sem hentar vel undir handklæði eða viskastykki. Mjög snjöll viðbót sem ég er spennt fyrir!

Eins og áður þá vinnur String alltaf með fremstu stílistunum að hverju sinni og eru myndirnar og uppstillingarnar alltaf jafn skemmtilegar. Ég má til með að deila þessum myndum með ykkur.

  Myndir // String.se

Fyrir áhugasama þá er það verslunin Epal sem selur String hillur á Íslandi.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

FYRIR & EFTIR HJÁ RAKEL RÚNARS // EFRI HÆÐIN

Skrifa Innlegg