Á síðasta RFF var ég svo heppin að vera í hópi þeirra sem sýndu fyrir Hildi Yeoman. Ef þið voruð viðstödd RFF þá er sýningin sú síðasta sem þið ættuð að hafa gleymt. Módelin dönsuðu niður pallinn, atvinnudansarar sýndu dans og Daníel Ágúst í GusGus söng live undir, öll klædd í hönnun Hildar Yeoman. Sýningin er örugglega sú skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í en það var líka mikil áskorun að dansa niður pallinn í samfellu og netasokkabuxum með svarta köngulóarslá sem ég sveiflaði upp og niður – og svo má ekki gleyma háu hælunum.
Ég hef unnið mikið með Hildi og hún er listakona með allt sitt á hreinu. Fötin sem við sýndum á RFF voru úr línu hennar Xanadu en í sumar fór hún svo til London og tók fötin með sér til að skjóta línuna. Saga Sig tók myndirnar og Ísak Freyr gerði make-upið, sannkallað dream team!
Photos: Saga Sig
Styling: David Motta
Makeup: Ísak Freyr w. Maybelline
Hair: Alex James Fairbairn
Þetta er TRYLLT- fötin, make-upið, eftirvinnslan og módelin sem eru öll ungir London-búar, tónlistarfólk, listafólk, módel og dívur. Sjúklega fallegt.
—
Skrifa Innlegg