fbpx

SKREYTINGAR // FYRSTI Í AÐVENTU

Fyrir heimiliðJól

Fyrsti í aðventu er rétt handan við hornið og þá þarf enginn að afsaka sig lengur að vera byrjaður að jóla yfir sig, jibbý. Ætli það mætti þó ekki segja það nauðsynlegt fyrir jólabarnið í okkur öllum að setja upp a.m.k. aðventukrans eða aðventukerti núna um helgina og smá ljós í glugga, og þó svo það sé ekkert allra að skreyta með greni og könglum þá má aldeilis líka skreyta með stílhreinum aðventukertastjaka og jólakertum svona þegar desember er rétt að hefjast – æ skellum þó smá greni með, það er fátt jólalegra ♡ Ég elska þó að sjá hvað margir eru byrjaðir að skreyta og sumir hverjir komnir með tréð upp í fullum skrúða og að sjá öll ljósin í gluggunum þegar ég keyri heim seint á kvöldin gefur mér svo mikla gleði að það er vandræðalegt.

Ég tók saman nokkra stílhreina aðventu eða jólakertastjaka sem má jafnframt nota allan ársins hring. Ásamt tveimur sætum jóladagatölum til að hengja sjálf á glaðning – ég elska þannig dagatöl.

Design Letters espresso glös notuð undir kerti / þarf að kaupa aukalega kertahaldara. Fæst í Epal t.d. // Falleg og stílhrein jólastjarna sem mig dreymir um, Dimm. // Finnsdóttir jólakertastjaki fyrir mánaðarkerti, Snúran. // Krúttlegt jóladagatal fyrir barnið, Dimm. // Nappula kertastjaki frá iittala sem skreyta má fyrir aðventuna. Ég á einmitt einn svona sem ég skreytti með Eucalyptus greinum. Iittala verslunin Kringlunni. // Jólakertastjaki Reflections, Snúran. // Gylltur jólakrans sem mætti einnig bæta við greinum eða halda honum svona, ég fékk mér svona um síðustu jól. Snúran. // Minimalískur kertastjaki frá Ferm Living sem má einnig hengja upp. // Jóladagatal fyrir fjölskylduna frá Södahl, við erum með svona í ár sem ég á enn eftir að hengja eitthvað sniðugt á, ég ólst sjálf upp við svona dagatal sem mamma hengdi á sælgæti. Ég hafði hugsað mér að setja á miða með einhverskonar fjölskyldusamveru:) Þetta fæst m.a. hjá Bast Kringlunni.

Af okkur er hinsvegar allt gott að frétta, ég hafði séð fyrir mér flutninga á sunnudaginn og ég krossa fingur og tær að það takist. En það er þó mjög mikið óklárað sem Andrés vill ná að klára fyrst þar sem hann vill hafa hlutina pottþétta – en ég hinsvegar er ekki með vott af fullkomnunaráráttu og vil fara inn helst í gær með ókláraða veggi og ótengd ljós. Mögulega því það er að renna í garð besti tími ársins þar sem mig langar mest í öllum heiminum að vera að koma okkur vel fyrir og helst hafa föndurkassann minn við höndina til að skreyta aðventukertastjakann minn og hengja upp fallega hurðakransinn minn síðan í fyrra… En það styttist ♡

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

LITRÍKT & GEGGJAÐ HJÁ LJÓSMYNDARA

Skrifa Innlegg