Fyrirsögnin segir allt sem segja þarf… með bleika stofu og plöntur í hverju horni þá hlýtur útkoman að vera spennandi. Heimilið er mjög persónulegt, með úrvali af listaverkum og litavalið sérstaklega flott, bleikur veggur með bláum hillum hljómar mögulega sem of mikið en kemur í raun og veru ótrúlega vel út. Ég á langt í land með að ná þessum fjölda af inniplöntum sem heimilið skartar en mögulega verður það framtíðarmarkmiðið mitt, svona græn heimili eru nefnilega svo lifandi og falleg.
Takið eftir gróðurhúsinu sem er í borðstofunni ásamt æðislega kastalanum í barnaherberginu – hrikalega flott sem væri gaman að leika eftir!
Hér býr Karolina Modig ásamt fjölskyldu sinni í vinsæla Söderhamn hverfinu í Stokkhólmi og hafa þau komið sér vel fyrir. Ef sonur minn sæi þessar myndir af kastalanum yrði ég samstundis beðin um að byggja einn slíkann enda líklegast draumur í dós fyrir börn að leika sér í.
Ykkur er velkomið að fylgjast með á Instagram @ svana.svartahvitu // snapchat @svartahvitu
Skrifa Innlegg