Ísland á HM! Ég býst við því að þið vitið það öll en í gærkvöldi tryggði Íslenska karlalandsliðið sér sæti á HM í Rússlandi 2018. Þessi litla þjóð okkar heldur áfram að toppa sig og verður fámennasta þátttökuþjóð í sögu heimsmeistaramótsins. Þvílíkt afrek sem eflaust flesta leikmenn og fótboltaáhugamenn hefur dreymt um frá því æsku!
Við Arnór fögnuðum í gær eftir leik ásamt glæsilegu föruneyti, hópnum, starfsfólki og aðstandendum. Þetta var ótrúlegt kvöld og mikil stemning en fögnuðurinn var haldinn á Petersen svítunni í Gamla Bíó. Dagurinn í dag hefur verið heldur rólegur og ansi sunnudags-legur enda ekki vaninn að skemmta sér fram á nótt á mánudegi. En í gær var svo sannarlega tilefni til þess.
Ég er svo óendanlega stolt af stráknum mínum að ég á erfitt með að koma því í orð! <3
Bolurinn minn er úr Yeoman Skólavörðustíg. Jakkinn hans Arnórs er frá Norse Projects úr Húrra Reykjavík.
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg