Eins og þið hafið eflaust tekið eftir þá er Ikea í miklu uppáhaldi, ekki bara það að ég hafi efni á nánast öllu þar inni (það er alltaf plús) þá elska ég að vafra um “bloggið” þeirra Livet hemma þar sem fallega stíliseraðar myndir fá að njóta sín. Nýjustu myndirnar eru algjör draumur í dós og fá mig til að setja tvær vörur á listann minn langa sem ég hafði ekki mikið spáð í áður en Ikea PS línan kom í verslanir fyrir tæpum tveimur mánuðum síðan og eru þessar vörur úr þeirri línu.
En ræðum núna þennan dásamlega galvaníseraða stálskáp sem ég get þó ekki ímyndað mér hvað ég ætli að gera við haha en hrikalega er hann töff!
Og þessi dökkblái og bjútífúl gólflampi!
Ég er reyndar líka mjög skotin í hægindarstólnum (þessi sem er til bæði grár og svo bleikur) og síðan er sjálfvökvandi blómapottur eitthvað sem ég þarf að kynna mér nánar enda algjörlega óhæf að vökva blómin mín rétt.
Elsku Ikea… hvernig ferðu að þessu ♡
Skrifa Innlegg