Ég fékk nýtt ilmvatn í gjöf á dögunum: Especially Escada Delicate Notes, frá Escada. Ég ELSKA þessa lykt.
Ilmvatnið er að mestu leyti blanda af rósa-, blóma-, og sítrusilmi. Ilmurinn er mjög ferskur og hentar mér vel þar sem hann er ekki of mikill og þungur – en ég á það nefnilega til að kaupa mér of sterkar lyktir.
Delicate notes er léttari útgáfa af Especially Escada og hentar yngri stelpum betur og þeim sem vilja léttan ilm.
Glasið er mjög fallegt.
Læt hér fylgja með link á kynningarmyndband ilmvatnsins, sem lýsir því vel að mínu mati :)
—
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg