fbpx

VELKOMINN DESEMBER!

HeimiliJól

Þá er desembermánuður loksins runninn upp með öllu sínu tilheyrandi, jólasnjó, ófærð, jólabónusum, smá stressi og mikilli tilhlökkun. Ég er klárlega með innlitið til að koma ykkur í skreytingargírinn ef þið eruð ekki þegar kominn í hann, en þetta er eitt fallegasta jólainnlit sem ég hef séð. Það er jú reyndar bara 1.desember svo þetta er ekkert endilega jólalegasta innlit sem þið munuð sjá í mánuðinum, dálítið dannað í litavalinu en ó svo fallegt. Hér býr innanhússstílistinn Per Olav sem bloggar m.a. hjá sænska Residence Magazine og þessi maður kann sitthvað þegar kemur að skreytingum.

PerOlav_FotoKristoferJohnson5-700x453PerOlav_FotoKristoferJohnson4-700x905

 Hýasintur og lítið grenitré til skrauts.

PerOlav_FotoKristoferJohnson11-700x905

Mjög skemmtileg hugmynd að hengja upp litla grenigrein.

PerOlav_FotoKristoferJohnson1-700x905

Bara 24 dagar þangað til…

PerOlav_FotoKristoferJohnson2-700x905 PerOlav_FotoKristoferJohnson3-700x905 PerOlav_FotoKristoferJohnson6-700x905

Myndir via

Það sem vekur athygli mína er að hér er ekkert skreytt með einhverskonar jólaljósum og eingöngu notast við græna litinn, þá annaðhvort í grenigreinum, jólatrjám í öllum stærðum, hýasintum og litlum grænum stjörnuborða. Mögulega er eftir að bætast við hjá honum Per vini okkar þegar líður á mánuðinn, en hann hefur 24 daga til stefnu. 24 DAGAR TIL STEFNU, eigum við eitthvað að ræða það? Á mínu heimili vantar ennþá jólaseríur í glugga sem er að fara með mig en ég hinsvegar fékk ofsalega fallegt jólaplakat með póstinum í gær sem ég er spennt að sýna ykkur. Seinna í dag næ ég síðan vonandi að setja í gang jólaleikinn minn eina sanna! Spennó spennó…

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

NÝTT UPPÁHALD: RÖKKURRÓS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ljósbrá Björnsdóttir

    2. December 2015

    Mmmm…dásamlegt innlit :) Það var samt eitt sem fangaði augað mitt sérstaklega og það var plagatið sem á stendur “if i was a bird i would shit on your head”. Mér finnst það frábært! Hefurðu nokkra hugmynd um hvaðan það er? Og takk fyrir æðislegt blogg :D