Svartir veggir virðast ætla að verða einn af þessum endalausu höfuðverkjum mínum, á ég að þora? Ég er alveg heilluð af þessum stíl, útkoman getur nefnilega verið mjög hlýleg eins og þið sjáið á myndunum hér að neðan, en það skiptir máli að velja réttan lit því svartur er ekki það sama og svartur! Sumir ganga svo langt og mála svarta veggi í barnaherbergi en ég þyrfti nú að byrja á saklausara rými eins og ganginum eða svefnherberginu. Heimilið mitt grátbiður mig þessa dagana um smá make-over, það er orðið þreytt á tilbreytingarleysi húsráðandans enda er ég mjög vanaföst kona og hlutir oft óhreyfðir í marga mánuði í senn. Ég dáist að konum sem nenna að vera stanslaust að breyta heimilinu sínu og prófa nýjar uppraðanir (vá hvað það hljómar óspennandi að lesa “og prófa nýjar uppraðanir” haha) Og ég dáist líka að þeim sem þora að mála dökkt á veggi heimilisins. Því er ekki að neita að þetta er töff, en það þarf að byrja á því að þora…
Myndir via Svart á hvítu Pinterest
Myndir þú þora?
Skrifa Innlegg