Það er eitthvað við þessa íbúð sem heillar mig alveg uppúr skónum og ég er viss um að þið sjáið það líka. Hún er ekki nema 34 fm en þó ofsalega vel skipulögð sem skiptir miklu máli þegar búið er svona smátt. Eldhúsið er einstaklega fallegt með sjarmerandi blómaveggfóðri og Mirror ball ljósi Tom Dixon sem fer ekki framhjá neinum. Plönturnar í íbúðinni eru svo toppurinn yfir i-ið en þessi íbúð var stíliseruð fyrir fasteignasölu, þó svo að ég lifi í voninni að einhver sé svona ofsalega smekklegur því mér þykir þessi íbúð vera algjört Æ Ð I …
myndir via ahre.se
Ég verð líka að minnast á sófaborðin frá Hay sem eru to die for… sérstaklega þetta silfraða (líka til gyllt), verst hvað þau eru óbarnvæn því annars gæti ég vel hugsað mér eitt stykki. Og svo þessi plöntuskógur á gólfinu, mjög smart, en glætan að það búi krakki þarna!;)
Skrifa Innlegg