Það er vel hægt að búa smart þó að búið sé smátt, ég hef reyndar sjaldan séð jafn vel skipulagða íbúð og þessa og fermetrarnir nýtast mjög vel. Hillurnar í svefnherberginu eru sérstaklega góðar, bæði þessar sem eru sitthvoru megin við rúmið undir punt en líka þessar fyrir ofan hurðina, mjög góð lausn í litlum íbúðum og smekklega útfærð. Kíkjum aðeins á þetta…
Hér sjáið þið skipulagið sem ég er svo hrifin af, það að hafa svalir sem hægt er að fara út á bæði í gegnum eldhús og svefnherbergi er algjör draumur í dós.
Þarna sést líka kaffiborðið/sófaborðið sem ég sagði ykkur frá í vikunni.
Ég er voða hrifin af svona látlaust uppstilltum plakötum uppvið vegg. Þó ekki barnvænt, mæli ekki með;)
Æðisleg íbúð, svo björt og falleg.
Þessar svalir þær fara alveg með mig, þetta er akkúrat stemmingin sem ég þrái, að sitja úti á svölum með góðri vinkonu með hvítvín í glasi og hlýtt og gott veður. Það er nú kominn sumardagurinn fyrsti svo þetta gæti farið að skella á, það má þó leyfa sér að dreyma;)
Gleðilegt sumar & eigið frábæran dag!
Skrifa Innlegg