fbpx

ÁTAKIÐ

HeimiliPersónulegt

Já nei ég er ekki í átaki… sit einmitt þessa stundina með ís í kjöltunni á meðan ég skrifa þessa færslu.

Hinsvegar er ég í átaki með að fara ekki að sofa fyrr en að heimilið sé nokkuð þokkalega snyrtilegt, hingað til hef ég ekkert kippt mér mikið upp yfir drasli en eftir að Bjartur lærði að skríða og er byrjaður að borða þá er nánast ógerlegt að vera líka með drasl hér heima! Núna veit ég hvernig snyrtipinnum líður haha, þetta er nefnilega alveg nokkuð næs, að heimilið sé alltaf í því ástandi að hjartað taki ekki aukaslag ef einhver birtist óvænt í heimsókn.

Jæja látum fylgja með 3 myndir af slotinu þar sem það er alveg myndatökuvænt þessa stundina.

Screen Shot 2015-04-15 at 21.23.37

Ekki horfa mikið á staðsetningu plakatsins (of hátt), naglarnir voru til staðar eftir stærri mynd og þessar fóru upp til bráðabirgða. Það kemur eitthvað ægilega spennandi þarna bráðum. Bleiku blómin í vasanum eru svo í raun ljósasería sem ég keypti mér nýlega en fann engan stað fyrir svo hún endaði sem blómvöndur, um að gera að nýta þetta, mér leiðist stundum allir þessir tómu vasar á heimilinu mínu, en ég mætti verða duglegri að kaupa mér fersk blóm.

Screen Shot 2015-04-15 at 21.23.20

20150414_185100

Þessi fína planta bættist í safnið í gær, en bæði plantan og potturinn er úr Garðheimum. Living blaðið er frítt blað sem fylgdi núna með Bolig Magasinet, mæli meððí! Ég rakst síðan á nokkuð áhugaverða færslu hjá bloggaranum Þórunni Ívars um daginn en þar telur hún upp nokkur atriði hvað hún gerir til að halda heimilinu sínu hreinu, það er alveg hægt að taka nokkur atriði þar sér til fyrirmyndar, færsluna má sjá hér.

x Svana

Svart á hvítu á Facebook – HÉR

ELDHÚSHORNIÐ MITT

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. G

    15. April 2015

    Hvar fékkstu þessa ljósaseríu sem endaði í vasanum hjá þér?

    • Svart á Hvítu

      16. April 2015

      Ég fékk hana í Urban Outfitters nýlega (erlendis)
      -Svana:)

  2. Thorunn

    16. April 2015

    Það er gott að ég skyldi geta veitt þér innblástur, haha! Þér líður bókað mun betur þegar þú vaknar á morgnanna. Byrja daginn fresh fresh…þó svo að það sé örugglega ógeðslega pirrandi að týna upp barnadót.

    Knús!

  3. vala

    16. April 2015

    hvaðan er karfan á seinustu myndinni? :)
    ps. þú átt svo fallegt heimili! elska að skoða bloggið þitt allt svo fallegt

    • Svart á Hvítu

      16. April 2015

      Kærar þakkir!:) Ég fékk hana fyrir jól í Tekk Company… er frá House Doctor ef ég man rétt:)

  4. Valdís

    16. April 2015

    Mjög fallegt heimili eins og þú hefur örugglega oft fengið að heyra :-) En hefurðu spáð í að mála veggina í ljósum gráum tón? Ég spái því að það komi vel út ;-)

    • Svart á Hvítu

      16. April 2015

      Hef svosem ekki mikið spáð í að mála því við erum bara að leigja…. en jú það kemur líklega mjög vel út! Úff núna er ég ekki eftir að hætta að hugsa um það haha:)
      Ætti maður að skella sér í málningargallann:)

  5. Áslaug Þorgeirs.

    16. April 2015

    Ég er svo spennt að eignast mína eigin íbúð. Þá mun ég gera svoleiðis ALLT til þess að gera mér lífið auðveldara og þar kemur skipulag í innréttingum sterkt inn. Við B-manneskjurnar verðum bara að feika A-manneskjuna í okkur, haha! Skápapláss er líka svo gífurlega mikilvægt…

    Ég tek allavega eftir því að mér líður mun betur í sálinni þegar allt er hreint og fínt í marga daga…Og sérstaklega þegar maður fer að sofa – Ég verð alveg kvíðin þegar það er mikið drasl – Líst vel á þetta átak hjá þér dúllusvanur :)

    • Svart á Hvítu

      16. April 2015

      oooo já við B týpurnar þurfum að hafa aðeins meira fyrir þessu haha:) En já sammála verð líka meira stressuð í drasli, ætla að reyna mitt besta að halda þessu átaki við:)

  6. Kristbjörg Tinna

    18. April 2015

    Ég elska að vakna á morgnanna og íbúðin mín er pörrfekt! Það er eiginlega fátt betra :) Elska líka að koma heim eftir daginn og allt er á sínum stað. Besta við það er umbúið rúm <3 En það koma jú tímabil þar sem að það er ekki möguleiki fyrir mig að hafa þetta nkl eins og ég vil, til dæmis þegar ég er í lokaprófum!

  7. Helga Karólína

    21. April 2015

    Ég þrái að vita hvar þú fékkst bleika loðið/gæruna :-) Er þetta eitthvað sem þú gerðir sjálf eða? x

    • Svart á Hvítu

      21. April 2015

      Hahah, þetta er ódýrt loðvesti sem vinkona mín gaf mér til að ég gæti gert púða úr:) En ég veit að Sútarinn á Sauðárkróki hefur verið að lita svona tiggjóbleikar gærur, þær eru æðislegar. Kíktu á það:)

      • Helga Karólína Karlsdóttir

        22. April 2015

        Takkk! Mér finnst það tryllt! x