Já nei ég er ekki í átaki… sit einmitt þessa stundina með ís í kjöltunni á meðan ég skrifa þessa færslu.
Hinsvegar er ég í átaki með að fara ekki að sofa fyrr en að heimilið sé nokkuð þokkalega snyrtilegt, hingað til hef ég ekkert kippt mér mikið upp yfir drasli en eftir að Bjartur lærði að skríða og er byrjaður að borða þá er nánast ógerlegt að vera líka með drasl hér heima! Núna veit ég hvernig snyrtipinnum líður haha, þetta er nefnilega alveg nokkuð næs, að heimilið sé alltaf í því ástandi að hjartað taki ekki aukaslag ef einhver birtist óvænt í heimsókn.
Jæja látum fylgja með 3 myndir af slotinu þar sem það er alveg myndatökuvænt þessa stundina.
Ekki horfa mikið á staðsetningu plakatsins (of hátt), naglarnir voru til staðar eftir stærri mynd og þessar fóru upp til bráðabirgða. Það kemur eitthvað ægilega spennandi þarna bráðum. Bleiku blómin í vasanum eru svo í raun ljósasería sem ég keypti mér nýlega en fann engan stað fyrir svo hún endaði sem blómvöndur, um að gera að nýta þetta, mér leiðist stundum allir þessir tómu vasar á heimilinu mínu, en ég mætti verða duglegri að kaupa mér fersk blóm.
Þessi fína planta bættist í safnið í gær, en bæði plantan og potturinn er úr Garðheimum. Living blaðið er frítt blað sem fylgdi núna með Bolig Magasinet, mæli meððí! Ég rakst síðan á nokkuð áhugaverða færslu hjá bloggaranum Þórunni Ívars um daginn en þar telur hún upp nokkur atriði hvað hún gerir til að halda heimilinu sínu hreinu, það er alveg hægt að taka nokkur atriði þar sér til fyrirmyndar, færsluna má sjá hér.
x Svana
Svart á hvítu á Facebook – HÉR
Skrifa Innlegg