fbpx

LÍTIÐ & SJARMERANDI

Heimili

Þessi íbúð er draumur og gefur margar góðar hugmyndir. Svona þar sem að jóladótið hér á bæ var allt tekið niður í gær er ég í stuði til að græja smá á heimilinu svona í tilefni nýs árs og því er tilvalið að renna yfir myndir af heimilinum sem veita innblástur. Þessi íbúð eins og svo margar aðrar sem ég fjalla um er staðsett í Svíþjóð og er til sölu! Það sem ég elska við sænsku fasteignasölurnar er ekki endilega bara stíliseringin á heimilinum heldur það að allt umhverfi hússins er myndað og reynt að fanga stemmingu svæðisins, mér finnst það alveg frábær hugmynd fyrir fasteignasölur, þið sjáið hvað ég meina ef þið skoðið vefsíðu Stadshem hér. Þessi íbúð er björt og falleg og mætti segja að mikið sé gert úr litlu og er íbúðin því nokkuð stílhrein. Eldhúsið er alveg uppáhalds og ég er ekki frá því að ég sé að fara að raða svona í hillurnar fyrir ofan vaskinn minn, mér finnst þetta æðislegt:)

s7s8 SFD5B03EA7F7F924024ACB6AD0633B7969Fs1c

Fölgrænn SMEG ísskápur ♡

st1

Það er dálítið sjarmerandi að útbúa smá kaffi/leshorn ef þú ert svo heppin/n að eiga djúpa gluggakistu.

s2SFDFF1423930C8C465D86E36BFC134E3900s1

Það hefur ekki verið eytt háum fjárhæðum í innbúið á þessu heimili og sést að það er sjaldan nauðsynlegt, það er hægt að skapa einstaklega falleg heimili oft úr litlu. Jú SMEG ísskápurinn er ekki gefins, né bleiki Muuto stóllinn hér að ofan en þið vitið hvað ég meina:)

SFD78C14A48E57D4505A32B497825494B2DSFD6523BA33AE8640659C49F0A669D7AA2B

Er þetta ekki alveg æðislegt heimili, lítið og sjarmerandi. 

NÝTT FRÁ HOUSE DOCTOR

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Tinna

    7. January 2015

    Hvar ætli ég fái svona gyllt ljós eins og hangir í eldhúsinu? Mig hefur lengi langað í eitt slíkt :) Takk fyrir frábært blogg!

  2. Oddný

    7. January 2015

    Æðislegt heimili! Veist þú hvar maður fær New York plagatið sem er þarna á einni mynd ? :)

  3. Oddný

    7. January 2015

    Takk :)