Eitt af fremstu hönnunarteymum í heiminum í dag er án efa hið hollenska Ontwerpduo, ég hef fylgst vel með þeim frá því að ég bjó í Eindhoven, en parið Tineke Beunders og Nathan Wierink útskrifuðust einmitt frá Design Academy Eindhoven fyrir nokkrum árum síðan. Fyrir áhugasama þá er hægt að kynna sér verk þeirra á heimasíðu þeirra hér –
Þessvegna varð ég mjög glöð þegar ég rakst á þessar fínu heimilismyndir frá þeim, einfalt heimili en með ótrúlega fallegum lausnum. Þá sérstaklega fölbleika lakkaða gólfið og það hvernig þunnar gardínur eru nýttar til að loka svefnherbergið af.
Litapallettan á heimilinu er virkilega falleg, græni liturinn og sá bleiki fara ótrúlega vel saman en svefnherbergið er þó í algjöru uppáhaldi hjá mér. Það er góð lausn að stúka rúmið svona af og ég get vel ímyndað mér að þarna sofi maður örlítið betur.
Sem minnir mig á að skríða upp í rúm, ætla mér að vakna eldsnemma til að hvetja maraþonmanninn minn áfram í fyrramálið:)
Eigið góða helgi x
Skrifa Innlegg