fbpx

#ATFSMÁRALIND – VINNINGSHAFI DAGSINS

Eins og þið hafið vonandi tekið eftir þá stendur yfir þessa dagana skemmtilegur leikur Smáralindar, Aftur til fortíðar. Ef þú tekur þátt áttu möguleika á að vinna heilar 60.000 krónur í gjafabréf í Smáralind! Nú þegar hafa nokkrir vinningshafar verið dregnir út en þann 25.ágúst verður aðalvinningurinn dreginn út, -það er því til mikils að vinna og ég mæli því með að kíkja í geymsluna og grafa upp gömul albúm og taka þátt:)

Ég kíkti í gömul albúm hjá mömmu og fann gamla skólamynd af mér. Ég var frekar rólegt barn og gerði lítið annað en að teikna og lita og skreytti allar stílabækurnar mínar og allan heimalærdóm listilega (með einn kött á kantinum að sjálfsögðu) Svo var maður alltaf settur í föt sem voru í stíl og mikilvægast var að hárbandið væri helst úr sama efni og leggingsbuxurnar. -Takk mamma:)

20140814_172905

Ég fékk þá ánægju að velja vinningshafa dagsins sem hlýtur í verðlaun 30.000 króna inneign í Smáralind. Myndin sem ég valdi er frá Sóleyju Davíðsdóttur, lítil skotta á leið á sinn fyrsta skóladag.

“Fyrsti skóladagurinn 1991. Ótrúlega gott veður en ég varð að fara í nýju úlpunni og kuldaskónum sem voru keypt sérstaklega fyrir skólann :) #atfsmáralind”

Screen Shot 2014-08-22 at 9.21.57 PM

Til hamingju Sóley, sendu endilega póst á trendnet@trendnet.is til að vitja vinningsins!
Ef þú vilt vinna 60 þúsund króna gjafabréf í Smáralind þá eru þátttökuskilyrðin svona einföld:
1. Finndu mynd af þér frá fyrstu skólaárunum þínum.
2. Settu hana á Instagram og merktu með #ATFsmáralind 
3. Mundu að hafa Instagram aðganginn þinn OPINN til að eiga möguleika á vinningi (svo myndin sjáist).
Með þessu ertu komin/-nn í pottinn og gætir unnið 60.000 króna gjafakort frá Smáralind! Aðalvinningurinn er dregin þann 25. ágúst.
:)

ÓSKALISTINN: GÆRUSKINN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Elísabet Gunnars

    22. August 2014

    Frábær vinningsmynd og frábær saga með hárbandið og leggingsbuxurnar. :)