Einn góðan veðurdag í Los Angeles fórum við á strönd í Malibu, Zuma Beach. Þegar sólin var orðin allt of heit og við nenntum ekki að liggja lengur fórum við Eygló Gísla í myndatökustuð og enduðum með fullt af skemmtilegum myndum. Á meðan hún vinnur þær milli þess að brillera á öðrum stöðum í leiðinni, langaði mig svo að sýna ykkur eina mynd. Mér finnst hún svo powerful og skemmtileg.
Eygló er ótrúlegur ljósmyndari og er með eitt besta auga sem ég hef kynnst. Hún er sérfræðingur í að grípa réttu momentin og þar af leiðandi eru myndirnar hennar alltaf ekta. Hún tók fjölda mynda á RFF no. 4 og hefur unnið mikið með Nude Magazine á síðustu misserum. Ég ætti kannski að skella í sér færslu með myndunum hennar. Þangað til getið þið skoðað síðuna hennar —> www.eyglogisla.com
Hlakka til að sýna ykkur restina
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg