Stuttbuxnaoutfit eru heldur betur sjaldséð hér á landi þessa dagana. Ég nýtti sólina í vikunni og henti mér í gallastuttbuxur sem hafa ekki verið notaðar síðan í Los Angeles. Skemmtileg tilbreyting það, en höfum við ekki bara góða tilfinningu fyrir ágústmánuði? Nú heldur hjátrúarfulla Andrea að hún sé að „jinxa”..
Leðurjakkinn er nýr úr Urban Outfitters – urban renewal, en það þýðir að leðrið í honum er endurnýtt. Hann var á 300 dollara, en ég er viss um að hann verður virkilega mikið notaður bæði í sumar og vetur þar sem ég er miklu meiri jakka manneskja frekar en úlpu.
Leðurjakki: Urban Outfitters
Skyrta: ZARA
Stuttbuxur: Forever 21
Skór: Converse
Taska: Dior
xx
Andrea Röfn
Skrifa Innlegg