fbpx

WEDDING INSPIRATION: GREENERY

Hugmyndir

Núna er einn fallegasti tími ársins að renna upp – öll brúðkaupin. Ég bý svo vel að búa rétt hjá kirkju og fæ því oft að horfa á nýgift brúðhjónin ganga saman út úr kirkjunni svona á meðan ég borða hádegismatinn með þetta glæsilega útsýni út um gluggann. Þrátt fyrir að vera ekki farin að huga að mínu eigin brúðkaupi (sem verður einhverndaginn í framtíðinni) þá get ég auðveldlega gleymt mér yfir brúðkaups innblæstri, en að sjálfsögðu má heimfæra allar þessar skreytingar yfir á önnur veislutilefni, því ef góða veislu skal halda þá má ekki gleyma skreytingunum! Það er líklega ansi langur listi sem fylgir því að halda brúðkaup og því mæli ég með að fá vinkonur með sér í lið eða jafnvel einhvern utanaðkomandi til þess að aðstoða eða alfarið að sjá um að skreyta salinn og bílinn. Fallegast þykir mér þegar skreytingarnar eru sem náttúrulegastar og í bland við ljósaseríur og blöðrur fyrir smá stemmingu. Það mun ekki fara framhjá ykkur sem eruð í brúðkaupshugleiðingum að grænt er mjög vinsælt þema og fallegar greinar og blóm gjarnan notaðar til að skreyta borðin og þær teygja einnig anga sína alla leið upp í loft. Þið getið smellt á myndirnar til þess að sjá þær í fullri stærð og ég vona að þessar myndir veiti ykkur jafn mikinn innblástur og mér ♡

Eins og áður þá hikið þið ekki við að senda mér línu ef þið eruð með spurningar, ég hef alltaf gaman af því að hjálpa. Það er líklega gott að vera byrjuð að huga að skreytingum nokkrum mánuðum fyrir brúðkaupið vegna þess að mikið af skrautinu er best að panta á netinu en einnig til þess að forðast stress á lokametrunum. Hugsaðu meira er minna, og haltu þig við einfaldar skreytingar sem skapa þó töfrandi andrúmsloft, nóg af hvítum blöðrum, eucalyptus greinar á borðin sem gefa frá sér dásamlegan ilm og nokkrar rósir á milli, í loftið má hengja upp hvítar fánalengjur og ljósaseríur hvort sem veislan sé í sal eða úti í garði. Þetta ásamt kertaljósum og litlum fallegum sætamerkingum koma þér ansi langt, en þó má halda endalaust áfram í skreytingunum. Ég mæli hiklaust með Pinterest fyrir brúðkaupshugmyndir en það er hægt að eyða dögunum saman á þeirri frábæru síðu.

HELGARINNLITIÐ : MEÐ ELEGANT ELDHÚS & TRYLLTAN PALL

Skrifa Innlegg