fbpx

WE LIVE HERE: ÍSLENSK & FINNSK HÖNNUN Í STOKKHÓLMI

Íslensk hönnunUmfjöllun

Á morgun opnar mjög spennandi hönnunarsýning í Stokkhólmi sem ég hvet ykkur eindregið til að kynna ykkur ef þið eruð í borginni á næstu dögum. WE LIVE HERE kallast hún og stendur yfir á hönnunarvikunni í Stokkhólmi 1.- 8. febrúar.

“Íslenskir og finnskir hönnuðir rugla saman reytum og hefja sambúð á hönnunarvikunni í Stokkhólmi sem haldin er í byrjun febrúar 2015. Flutt verður í fallega íbúð í miðborg Stokkhólms, sem verður í senn sýningar- og viðburðarrými. Heimilið kemur til með að endurspegla norræna lifnaðarhætti, en allt innbú samanstendur af framúrskarandi hönnunarmunum frá báðum þjóðum. WE LIVE HERE er því hvor tveggja sýning á íslenskri og finnskri samtímahönnun sem og vettvangur fyrir hönnuði til þess að efla tengslanet sitt og kynnast norrænu hönnunarsenunni, en ýmsir viðburðir verða í gangi í íbúðinni á meðan sýningunni stendur.”

Sem dæmi um þátttakendur í verkefninu má nefna Harri Koskinen, Hanna Dís Whitehead, Katrin Olina, Scintilla, og Vík Prjónsdóttir.

Myndir fengnar í láni af facebook síðu WE LIVE HERE þar sem finna má nánari upplýsingar um sýninguna.

Hér má einnig sjá yfirlit yfir alla íslensku hönnuðina sem taka þátt: Katrin Olina, Þórunn Arnadóttir, Vík Prjónsdóttir, Brynjar Sigurðarson, Dora Hansen, Dögg Design, Garðar Eyjólfsson, Færið, Siggi Eggertsson, Tinna Gunnarsdóttir, Sigga Heimis, Hanna Dís Whitehead, HAF Studio, Hugdetta, Scintilla, Snæfrið & Hildigunnur, Ihanna, Sigga Rún, Anna Thorunn, Studio Bility, GO FORM, Berlinord, Marymary, Postulina, Umemi, Leynivopnið, Volki, Águsta Sveinsdóttir, TOS Designers, STAKA, Kría Jewelry and Fiona Cribben.

Áfram íslensk hönnun!

FÖSTUDAGUR HÉR HEIMA...

Skrifa Innlegg