Á morgun opnar mjög spennandi hönnunarsýning í Stokkhólmi sem ég hvet ykkur eindregið til að kynna ykkur ef þið eruð í borginni á næstu dögum. WE LIVE HERE kallast hún og stendur yfir á hönnunarvikunni í Stokkhólmi 1.- 8. febrúar.
“Íslenskir og finnskir hönnuðir rugla saman reytum og hefja sambúð á hönnunarvikunni í Stokkhólmi sem haldin er í byrjun febrúar 2015. Flutt verður í fallega íbúð í miðborg Stokkhólms, sem verður í senn sýningar- og viðburðarrými. Heimilið kemur til með að endurspegla norræna lifnaðarhætti, en allt innbú samanstendur af framúrskarandi hönnunarmunum frá báðum þjóðum. WE LIVE HERE er því hvor tveggja sýning á íslenskri og finnskri samtímahönnun sem og vettvangur fyrir hönnuði til þess að efla tengslanet sitt og kynnast norrænu hönnunarsenunni, en ýmsir viðburðir verða í gangi í íbúðinni á meðan sýningunni stendur.”
Sem dæmi um þátttakendur í verkefninu má nefna Harri Koskinen, Hanna Dís Whitehead, Katrin Olina, Scintilla, og Vík Prjónsdóttir.
Myndir fengnar í láni af facebook síðu WE LIVE HERE þar sem finna má nánari upplýsingar um sýninguna.
Hér má einnig sjá yfirlit yfir alla íslensku hönnuðina sem taka þátt: Katrin Olina, Þórunn Arnadóttir, Vík Prjónsdóttir, Brynjar Sigurðarson, Dora Hansen, Dögg Design, Garðar Eyjólfsson, Færið, Siggi Eggertsson, Tinna Gunnarsdóttir, Sigga Heimis, Hanna Dís Whitehead, HAF Studio, Hugdetta, Scintilla, Snæfrið & Hildigunnur, Ihanna, Sigga Rún, Anna Thorunn, Studio Bility, GO FORM, Berlinord, Marymary, Postulina, Umemi, Leynivopnið, Volki, Águsta Sveinsdóttir, TOS Designers, STAKA, Kría Jewelry and Fiona Cribben.
Áfram íslensk hönnun!
Skrifa Innlegg