fbpx

VOR & SUMAR ’19 HJÁ FERM LIVING

Fyrir heimiliðHönnun

Vor & sumarlínan frá Ferm Living lofar góðu en á dögunum kynnti ég mér nýjungar frá þeim á Stockholm Furniture & Light Fair þar sem básinn þeirra var einn af fallegri básum á svæðinu. Ferm Living leggur ætíð mikla áherslu á að heimilið eigi að vera persónulegt og þar eigi okkur fyrst og fremst að líða vel. Eins og stofnandi og listrænn stjórnandi Ferm Living, Trine Andersen segir,

“Gott heimili fyrir mér gæti verið andstæðan fyrir þér. Heimilið er persónulegt, það er safn af minningum og þar er grunnurinn til að skapa nýjar minningar. Heimilið er öflugt og síbreytilegt hugtak, og að kanna ferðalagið við það að skapa heimili var útgangspunkturinn okkar við vor og sumar vörulínuna. 

Kíkjum í ferðalag með Ferm Living, úr einu herbergi yfir í annað þar sem sjá má nýju vörurnar í fallegu og heimilislegu samhengi.

     Myndir // Ferm Living 

Vorið og sumarið verður líklega ansi gott hjá Ferm Living en þeir hafa undanfarið verið að stækka töluvert við vöruúrval sitt og kynna m.a. núna nýjan sófa, hægindarstól, hillur, borð ásamt fjöldan allan af fallegum smávörum. Stærðarinnar blómaker sem snúa má á tvo vegu eru líkleg til vinsælda ásamt nýjum aukahlutum fyrir plöntustandana vinsælu sem ég er alltaf svo hrifin af.

Ég er virkilega hrifin af þeirri nálgun hönnunarmerkja þegar búið er að skapa fallegt heimili þar sem vörunum er stillt upp, jafnvel á látlausan hátt eins og sjá má á nokkrum myndum hér að ofan – vel gert Ferm Living! Fyrir áhugasama þá er Epal söluaðili Ferm Living á Íslandi.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

SUNNUDAGSLINNLIT // VASAGATAN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Marta

    12. February 2019

    Ótrúlega fallegt ! Er að elska eldhús- og borðstofuborðið <3