fbpx

VARÐ ÁSTFANGIN AF BLEIKUM SÓFA

HeimiliHönnun

Í húsi einu í Berlín sem hannað var af Arne Jacobsen sjálfum á fimmta áratugnum býr listakonan Nina Pohl. Bleikur og loðinn sófi í stofunni fer ekki framhjá neinum sem þangað kemur í heimsókn, en Nina segist fyrst hafa rekist á sófann á skemmtistað og samstundis orðið ástfangin. -Ég skil þá tilfinningu fullkomlega, ég hef rekist á þennan sófa á sýningum og hann er dásamlegur svo ekki sé meira sagt. Hann var hannaður árið 2009 af Campana bræðrum fyrir húsgagnafyrirtækið Edra, og er hann að sjálfsögðu með gervifeld en ekki alvöru.

Bleikur og loðinn og dásamlegur!
2_17_11_NinaPohl14214 casa-berlino-nina-pohl-6_MGslide casa-berlino-nina-pohl_mgbig_mgbigcasa-berlino-nina-pohl-18_MGbig

Upprunarlegar innréttingar hafa fengið að halda sér og hver sem á svona eldhús í dag má vera mjög stoltur.

casa-berlino-nina-pohl-4_MGbig2_17_11_NinaPohl14327 casa-berlino-nina-pohl-3_MGbig

Cherner stóll í öllu sínu veldi.casa-berlino-nina-pohl-14_MGbig casa-berlino-nina-pohl-19_MGbig 2_17_11_NinaPohl143112_17_11_NinaPohl142532_17_11_NinaPohl14361 2_17_11_NinaPohl14048

Heimilið hennar Ninu er einstaklega fallegt á sinn sérstaka hátt, veggirnir eru ljós myntugrænir sem tóna vel við bæði sófann og viðarhúsgögnin, en það má m.a. sjá gamla Cherner stóla í borðstofunni og viðar Maura í eldhúsinu. Stóra myndin á veggnum er eftir fyrrverandi manninn hennar, listamanninn Andreas Gursky.

Myndirnar fékk ég hjá theselby og toctocvintage. 

Eigið góðan föstudag og ekki gleyma instagram leiknum sem er í gangi! Merktu myndina #epaldesign og #trendnet og þú gætir unnið Hay Dot púða. -Dregið verður eftir helgi.

-Svana:)

 

INNLIT HJÁ RAKEL HLÍN EIGANDA SNÚRAN.IS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anna

    4. July 2014

    Hvaðan er þetta dásamlega borðstofu/eldhusborð, veistu það?

    • Svart á Hvítu

      5. July 2014

      Þetta virðist bara vera gamalt tekkborð sem er svona vel farið:) Ættir að geta dottið á svona grip á ebay t.d. :)