fbpx

INNLIT HJÁ RAKEL HLÍN EIGANDA SNÚRAN.IS

HeimiliTímarit

Eins og þið hafið flest tekið eftir þá hefur úrval íslenskra vefverslanna hreinlega blómstrað á undanförnum mánuðum, -ein af mínum uppáhalds er Snúran.is sem hefur vakið athygli fyrir gott úrval af ódýrum en fallegum vörum til að skreyta heimilið. Rakel Hlín Bergsdóttir er eigandi vefverslunarinnar Snúran.is, hún býr ásamt eiginmanni sínum Þóri Júlíussyni og fjórum börnum þeirra í Kópavogi þar sem þau hafa komið sér vel fyrir.

Við hjá NUDE Magazine kíktum í heimsókn til Rakelar í síðasta tölublaði sem hægt er að skoða nánar hér. 

Rakel

stofa4b

Ég elska þessa stofu og hefði gjarnan viljað ræna þessu fallega listaverki eftir heimsóknina, en það er eftir Nynne Rosenvinge sem Snúran selur einmitt plaköt eftir. Þetta tónar allt svo fullkomlega saman, listaverkið, sófinn, teppið og svo er ljósið auðvitað punkturinn yfir i-ið.

Fallegt ekki satt:)

Mæli með að kíkja á viðtalið sem finna má hér.

#TRENDNET & #EPALDESIGN

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Sara

    3. July 2014

    Fallegt! Veistu hvaðan sófinn er?

    • Svart á Hvítu

      3. July 2014

      Hann er frá GÁ húsgögnum, Rakel valdi s.s. áklæði og lúkk sjálf og þeir bjuggu til draumasófann:)
      Þjónustan er mjög góð hjá þeim!
      -Svana

  2. Þórhildur

    4. July 2014

    Geðveikt gólfteppi! Veistu hvaðan það kemur?

    • Svart á Hvítu

      5. July 2014

      Sammála ég var alveg sjúk í það, hún fékk það í gjöf en það var keypt í Persía sem er í Bæjarlind.. Þarf greinilega að gera mér ferð þangað að skoða:)

  3. Bríet Kristý

    4. July 2014

    Þetta málverk!! Love it… !!

  4. Sveindís

    4. July 2014

    Æðislegt borð – veistu hvort þetta sé minni eða stærri gerðin?

  5. Sveinrún. Bjarnadóttir

    5. July 2014

    Veistu eitthvað um þessi hornborð hjá henni,finnst þau svo flott;-)

  6. Katrín

    6. July 2014

    Veistu hvar stofuborðið fæst? Það er æði:)

  7. Valab

    8. July 2014

    Sammála, þetta er yndislega falleg stofa. Alltaf skemmtilegt að skoða bloggið þitt :)