Það eru alltaf nokkur heimili sem ég hreinlega fæ ekki nóg af og gæti skrifað um þau í hverri viku og alltaf þótt þau jafn spennandi. Eitt þeirra er heimilið hennar Auðar Gnáar sem ég hef margoft nefnt hér á blogginu en hún er einnig einn uppáhaldshönnuðurinn minn og þið hafið mögulega rekist á færslur hér inni þar sem sjá má brot af hennar einstaka heimili. Ég viðurkenni að ég hef reyndar líka farið í innlit til hennar fyrir Nude Magazine (fyrra heimilið hennar), síðan kíkti ég í innlit fyrir Glamour og síðast en ekki síst fyrir jól fengum við að kíkja í heimsókn á Svartahvitu snappinu. Ástæða þess að ég er að sýna aftur myndir af heimilinu er sú að núna var að birtast innlit hjá henni á Islanders sem er heimasíða sem fjallar um áhugaverð heimili Íslendinga á vandaðan hátt og með þeim fylgja alltaf skemmtileg viðtöl og greinar sem ég hef mjög gaman af því að lesa. Og ekki má gleyma að Auður Gná er jú stofnandi Islanders.
Ég mæli því sannarlega með því að kíkja við á Islanders og sjá allar myndirnar og endilega smellið like á facebook síðu Islanders til að missa ekki af heimsóknum.
Heimilið hennar Auðar er algjör draumur og ég get snúist í marga hringi þarna inni að skoða alla fallegu hlutina, listaverkin og hönnunina. Hún er með alveg einstakan stíl, svo fágaður og sýnir vel að þarna býr einhver sem hefur þekkingu á hönnun en á sama tíma er stíllinn svo töffaralegur og ég fíla hann alveg í ræmur.
Teppið og púðarnir eru frá Further North,
Jafnvel kaffivélin er aldeilis vel valin og mikil heimilisprýði!
Draumaspegillinn minn frá Further North, sem er hönnunarmerki Auðar.
Kíkið núna yfir á Islanders og sjáið fleiri myndir, öll smáatriðin og ég lofa að þið verðið ekki vonsvikin.
Hér er alveg alvöru fagurkeri á ferð ♡
Skrifa Innlegg