fbpx

UMHVERFISVÆN & GULLFALLEG NORRÆN ELDHÚS

EldhúsHönnun

Norræn eldhús eða Nordisk Kök framleiðir með fallegustu eldhúsinnréttingum sem til eru á markaðnum. Innréttingarnar sem sérsmíðaðar eru í Gautaborg er hægt að fá smíðaðar eftir málum og óskum hvers og eins – sem að sjálfsögðu kostar nokkrar krónur en það má svo sannarlega sækja sér innblástur frá þessum glæsilegu eldhúsum hér að neðan. Innréttingarnar eru tímalausar og vandaðar og er lögð áhersla við framleiðsluna að skilja eftir sem minnsta vistfræðilega fótsporið. Þekktust eru þau fyrir viðareldhúsin sín en einnig eru í boði eldhúsinnréttingar í mínimalískum stíl eða klassískum Shaker stíl. Svo er punkturinn yfir i-ið að sjálfsögðu borðplata úr fallegum stein sem gerir heildarlúkkið svona extra næs.

Algjör æði þessi eldhús –

Myndir // Nordiska kök

ÓSKALISTINN // PAPPELINA MOTTA

Skrifa Innlegg