Þvílíkur draumur sem þetta heimili er. Útsýnið úr stofunni inn í eldhús er eitthvað sem ég get alveg gleymt mér yfir og velti fyrir mér hverju smáatriði, fyrst eru það frönsku millihurðarnar sem heilla mig alltaf svo og eldhúsið, ó þetta fagra eldhús er nú eitthvað til að ræða betur. Marmari á borðum og vel hannaðar og glæsilegar innréttingar, ég er alveg sannfærð um að þið eigið nokkur eftir að fá mikinn innblástur frá þessu eldhúsi. Tom Dixon koparljósið trónir svo eins og skartgripur yfir borðstofuborðinu og setur mikinn svip á heimilið.
Fallegi Gloria kertastjakinn (fæst í Winston Living) skreytir eldhúsið ásamt flottum veggspjöldum.
Hér dugar ekkert minna en gylltur vaskur og blöndunartæki ásamt Tom Dixon uppþvottalegi.
Einfaldur Besta skápur frá Ikea er klassískur undir sjónvarpið, virðist virka hvar sem er.
Þessar frönsku hurðar og vegglistar eru algjör draumur.
Gólfsíðar gardínur eru alltaf svo elegant.
Myndir via Bjurfors fasteignasala
Draumur ekki satt? Fyrir enn meiri innblástur þá mæli ég með að kíkja yfir á Svartahvitu snappið þar sem ég kíkti óvænt í heimsókn í eina gullfallega verslun ♡ Efnið er aðgengilegt þangað til 16:00 þann 16.11.
Skrifa Innlegg