fbpx

TUTTUGU TJÚLLUÐ PLAKÖT

Fyrir heimiliðVeggspjöld

Ef það er eitthvað sem ég fæ aldrei nóg af þá eru það falleg plaköt… og ég held að það sama megi segja um ykkur því þetta er ein af þeim spurningum sem ég fæ aftur og aftur, að gera færslu með flottum plakötum. Það er til alveg gífurlegt úrval af plakötum hér heima og því eitthvað til fyrir alla, í þetta sinn tók ég bara saman plaköt sem fást á Íslandi, en það er efni í aðra færslu plaköt sem hægt er að panta erlendis frá. Helsti kosturinn við það að skreyta heimilið með plakötum er sá að þau eru flest á mjög viðráðanlegu verði og því vel hægt að breyta til og fá sér nýtt til að fríska upp á heimilið sem er góður kostur. Það að eiga einstakt listaverk er nefnilega eitthvað sem er ekki á allra færi og því er eftirspurnin eftir ódýrari skreytingum fyrir heimilið alveg gífurlega mikil og framboðið er svo sannarlega eftir því, hér eru 20 tjúlluð plaköt. 

Hér að neðan má svo sjá hvaðan hvert og eitt er…

11014742_1410165919287687_8802053956091604728_n

 Fallegt plakat eftir Veroniku Gorbacova (grafískur hönnuður LHÍ), fæst í gegnum facebook síðu hennar Apóchrosi.

Chanel_Lipstick_Patent_Poster_Black_Frame_1024x1024-650x650

 Eftirprentun af upphaflegu teikningunni af Chanel varalitnum fyrir einkaleyfi frá 1952. Frá Bomedo sem fæst núna loksins hjá Hrím, sjá hér. 

Screen Shot 2015-09-08 at 22.50.00

Veggspjald eftir Nynne Rosenvinge, frá Snúran.is, sjá hér. 

101-REYKJAVIK.GULL-650x650

101 Reykjavík frá Reykjavík Posters, fæst hjá t.d. Hrím, Epal og Snúrunni. Ég nældi mér einmitt í 220 Hafnarfjörð um daginn sem fæst t.d. í Litlu Hönnunarbúðinni í Hfj:)

4fafa546c6-svanen_designklassiker_magdalenatyboni_design_illustration_watercolour_painting_motiv_akvarell._konst_art_magdaty

 Við sem erum enn að spara fyrir þessu húsgagni getum stytt biðina með þessu plakati, fæst hjá Intería.is.

productimage-picture-anatomy-of-letters-the-letter-s-150_jpg_1280x1280_upscale_q85

 Anatómía leturs eftir Sigríði Rún, fæst hjá Spark Design space (allir stafir), sjá hér.

original_shhhh-print

Shhhh frá One must dash, fæst hjá Hjarn.is, sjá hér. 

productimage-picture-urban-shapr-reykjavik-266_jpg_1280x1280_upscale_q85

Reykjavík úr seríunni Urban space, fæst hjá Spark Design space, sjá hér. 

10891427_1410165445954401_6176691401863480080_n

Fallegt plakat eftir Veroniku Gorbacova (grafískur hönnuður LHÍ), fæst í gegnum facebook síðu hennar Apóchrosi.
funkishouse_white

Fúnkís hús eftir Kristinu Dam, fæst hjá Esja Dekor, sjá hér. 

12-650x650

Plakat eftir hina dönsku Kristinu Krogh, fæst hjá Hrím, sjá hér.

43b2009934-ram_eames_rocking_chair_rar_magdalena_tyboni_design_print_och_poster

Vatnslitamynd eftir eftir sænsku listakonuna Magdalenu Tyboni, fæst hjá Intería.is, sjá hér. 

PAP-02005

Skeggjaði maðurinn frá Paper Collective, fæst hjá Epal.is, sjá hér. 

676144_15063608_pm

Veggspjald eftir listakonuna Jenny Liz Rome. Fæst hjá Intería.is, sjá hér.
the-kids-are-all-right-poster-miniwilla

The kids are all right , -and so are we. Frá Petit.is, sjá hér. 

BC_Ballerina_New

Ballerínuskór frá Lovedales studio, frá Petit.is, sjá hér. 

Revolver_Patent_Poster_Black_Frame_1024x1024-650x650

Enn ein einkaleyfisteikningin, byssa frá 1860 eftir Bomedo studio, fæst í Hrím, sjá hér.
Screen Shot 2015-09-08 at 22.47.58

Falleg strigamynd eftir Nynne Rosenvinge, fæst hjá Snúran.is, sjá hér. 

ruben.marianna_1024x1024

Plakat eftir breska listamanninn Ruben Ireland, fæst hjá Reykjavík Butik, sjá hér. 

PAP-02008

Invisible frá Paper Collective, fæst hjá Epal.is, sjá hér. 

kristina-krogh-levels-blue-gold-650x650

Æðislegt plakat með koparfólíu eftir Kristinu Krogh. Fæst í Hrím, sjá hér. 

Ég er nokkuð viss um að þið ættuð flest að geta fundið að minnsta kosti eitt plakat við ykkar hæfi í þessari samantekt. Vonandi kemur þetta sér vel fyrir þá sem eru í þeim hugleiðingum að fríska upp á heimilið. Ég tengdi einnig slóð við hvert plakat svo hægt er að versla það núna með einum smelli. Ég er eflaust að gleyma einhverjum gullmolum, en þá kemur bara önnur færsla bráðlega með enn fleiri plakötum! 20 tjúlluð plaköt, hvernig lýst ykkur á?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

NÝ VIKA & NÝ HÖNNUN

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

7 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    9. September 2015

    Þessi færsla er ekki fyrir fólk með vallvíða .. Mjög mörg flott !!

  2. Linnea

    9. September 2015

    Nice selektion of posters <3

  3. Alex

    9. September 2015

    geturðu mælt með einhverjum sérstökum römmum fyrir plaköt?

    • Svart á Hvítu

      9. September 2015

      Það er alltaf bara gamla góða Ikea:) Ég hef oftast keypt Strömby rammana þar, en svo var að koma ný stærð í Ribba sem er 60×90 sem er stærsti ramminn, gæti hentað vel fyrir plaköt. Annars er það bara innrammarinn góði:)
      -Svana