Í tilefni þess að árið 2015 eru 60 ár frá því að Arne Jacobsen hannaði Sjöuna gefur Fritz Hansen út hrikalega flotta viðhafnarútgáfu af stólnum.
…Fölbleik og kvenleg Sjöa með 24 karata gullhúðuðum fótum og dökkblá og töffaraleg Sjöa með möttum fótum…
Sjöan er mest seldi stóllinn í sögu Fritz Hansen og líklega einnig sá mest seldi í heiminum þegar litið er yfir sögu húsgagnahönnunar, þvílík gæðahönnun og alltaf jafn klassískur.
Stólarnir verða eingöngu til sölu árið 2015 en við höfum þá allavega ár til að spara, það er ágætt!
Þessi bleiki á hug minn allan og eigum við eitthvað að ræða það að eiga stól með gullfótum? Það væri ekki slæmt:)
Hvor yrði fyrir valinu hjá þér?
Skrifa Innlegg