fbpx

TRENDIN 2014

HeimiliHönnun

Í janúarmánuði er tilvalið að renna snögglega yfir helstu innanhússtrendin árið 2014. Hægt er að skipta þeim niður í “megatrend” og “minitrend” allt eftir umfangi þeirra.

Það góða við heimilistrendin er að þau staldra töluvert lengur við en tískutrendin sem við sjáum í fatnaði. Það er því engin hætta á því að skipta þurfi út heilu mubblunum (hver myndi líka gera það!) þetta snýst að mestu leiti um áherslubreytingar og mörg trend sem hafa þegar verið vinsæl í smá tíma má sjá áfram á listanum og verða þau þá enn meira áberandi í ár.

Helstu trendspekúlantar heimsins eða “trend forecasters” eins og þeir eru kallaðir hafa margir hverjir spáð fyrirfram um trendin 2014 fyrir nokkrum árum síðan eins og t.d. trend-drottningin Li Edelkoort gerir. Hönnunarfyrirtæki keppast við að koma með nýjar línur á markað sem eru undir áhrifum þessa trenda, en stundum snúast þessi trend ekki einungis um nýjar vörur og nýtt lúkk, heldur einnig hugarfarsbreytingu hjá okkur neytendum.

MEGATREND:

GÆÐI:

Við vitum flest að gæði skipta máli, en það er að verða viss hugarfarsbreyting í kaupum okkar á vörum. Við kjósum frekar gæðahönnun, handgerða hluti og listmuni fram yfir ódýra fjöldaframleidda hluti með styttri líftíma.

Við kjósum færri en betri hluti og verður stíllinn mínimalískur en með mýkri nálgun, -ekki kaldar innréttingar og steríl heimili eins og margir tengja við mínimalíska stílinn, heldur einmitt andstæða þess. Viður og leður eru t.d. efni sem verða eftirsótt og náttúrulegir ljósir litir.

HRÁ EFNI:

Steinn, steypa, marmari, gler, kopar og messing eru fyrst núna að verða áberandi á heimilum okkar, þá bæði í innréttingum og sem skrautmunir. Þessi efni hafa notið vinsælda undanfarið en 2014 er árið þar sem þetta mun tröllríða öllu.

LJÓSALIST:

Ljós sem eru skúlptúr eða listaverk út af fyrir sig verða áberandi. Lampar sem gera meira en bara að lýsa upp rýmið heldur fegra þeir heimilið á sama tíma.

SKÓGUR:

Ólífugrænn, hermannagrænn og villtar plöntur. Grænir tónar verða áberandi á heimilinu þá með notkun lifandi plantna -ekki bara einni plöntu heldur mörgum. Hönnun með skírskotun í náttúruna verður einnig áberandi í ár og skordýr veita hönnuðum innblástur um heim allann.

 

MINITREND

EÞNÍSK ÁHRIF:

Afrísk mynstur, litrík prent, leirmunir og handgerðir munir úr tré. Handverkið verður sett í forgang og gulir og rauðir litir sjást.

HÚMOR & SÚRREALISMI:

Þrátt fyrir að heildarútlit heimilisins sé hefðbundið er ekkert því til fyrirstöðu að hafa nokkra hressandi hluti inni á milli, hver vill eiga leiðinlegt heimili? Bættu við smá leik og húmor á heimilið og komdu á óvart með skrítnum hlutum.

GRAFÍSK MYNSTUR:

Grafísk mynstur halda áfram vinsældum sínum, þá sem áklæði á húsgögn eða minni hlutir eins og t.d. teppi, plagöt og púðar.

ÓRÓAR:

Óróar koma sterkir inn í ár.

LITAÐ GLER:

Litað gler er eitt af mini-trendunum, glerborð, vasar, ljós og aðrir litaðir glermunir munu skreyta heimilið.

TEXTÍLL

Heimilistextíll verður mikið trend á árinu, teppi á gólfum, bólstraðar mubblur, gardínur og púðar. Allt það sem kemur með hlýju á heimilið og þetta “heimilislega” yfirbragð.

FORM ÁRSINS:

Hringur er form ársins og hönnuðir heillast af lífrænum formum.

LITIR ÁRSINS:

Litir ársins eru sinnepsgulur, blágrænn, mosagrænn og rósrauður/fjólublár. (P.s. þetta rósrauða veggteppi hér að neðan eftir Alexander McQueen er alveg guðdómlegt.)

 Þá eru TRENDIN 2014 upptalin!

Ég hef aldrei eytt jafn miklum tíma í eina bloggfærslu ég vona svo sannarlega að þið kunnið að meta þetta. Að sjálfsögðu má þó ekki taka svona of hátíðlega, þetta er ekki heilagur sannleikur sem ber að fara eftir í einu og öllu. Þó þykir mér einstaklega skemmtilegt að pæla í svona hlutum og vonandi hafið þið einnig gaman af:)

-Svana

ÍSLENSK HÖNNUN: RENDEZ WOOD?

Skrifa Innlegg

21 Skilaboð

  1. Reykjavík Fashion Journal

    8. January 2014

    Æðislega skemmtileg færsla – gaman að pæla í þessu. Mér líst ótrúlega vel á hráu efnin og eþnísku áhrifin – þau eru nú þegar farin að sjást heima hjá mér sérstaklega á nýju stofumottunni :)

  2. Marta

    9. January 2014

    Bleiki stólinn er fáranlega flottur!!

  3. Erla

    9. January 2014

    Ég hafði allavegana gaman af þessarri færslu og líst afar vel á plöntutrendið

  4. Hulda

    9. January 2014

    Mjög skemmtileg og áhugaverð færsla. Takk!

  5. Sara Dögg

    9. January 2014

    Ég er einmitt að leita mér af svona spútnik ljósi eins og því sem er efst til vinstri, bara flott! Hvaðan er þetta:)?

    • Svart á Hvítu

      9. January 2014

      Þessi er frá um 1950 frá Arredoluce… finnur hana líklega bara á ebay:)
      En flott er hún!

  6. Katrín

    9. January 2014

    Takk fyrir skemmtilega færslu!
    Ljósin úr lituðu glerjunum eru æðisleg, ég gæti vel hugsað mér svoleiðis ljós. Veistu hvaðan þau eru?

  7. Steinunn Vala

    9. January 2014

    Mig dreymir um að eignast fíngerðan en stóran óróa, sem nær yfir stóran flöt :)

    • Svart á Hvítu

      9. January 2014

      Þessi stóri svarti frá Flensted er algjör draumur… hann er kominn á óskalistann:)

      • Thelma

        10. January 2014

        Hann er komin í Aurum ;)

  8. Hólmfríður Magnúsdóttir

    12. January 2014

    Veistu hvar kopar hringborðið fæst? :)

  9. Sandra Karls

    13. January 2014

    æðisleg færsla eins og vanalega!

    sinnepsgulur er í miklu uppáhaldi núna sem og blágrænn. <3