fbpx

ÍSLENSK HÖNNUN: RENDEZ WOOD?

Íslensk hönnun

Mig langar til að sýna ykkur nýlegt verkefni lokaársnema í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Þennan áfanga tók ég fyrir tveimur árum síðan með gjörólíka útkomu, en ég er alveg einstaklega hrifin af þessum verkum.

“Rendez-wood? er sýning á röð verka ásamt kynningarefni í bæði vídeó- og myndformi eftir þriðja árs nema í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Verkefnin eru öll innblásin af íslenskri náttúru og eiga það sameiginlegt að vinna með low-tech og primitivísk konsept þar sem einblínt er á þörf nútímamannsins til þess að tengjast náttúrunni enn á ný.

Verkefnið á uppruna sinn í vinnustofuna Stefnumót hönnuða við skógarbændur sem haldin var fyrr á þessari önn. Ísland var skóglaust land í margar aldir eftir að kjarr og birkiskógar eyddust af völdum landnámsmanna. Nú í dag er skógrækt þó loksins komin vel á veg og fleiri tré eru gróðursett á ári miðað við höfðatölu þjóðar, en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Spáð er að á komandi áratugum muni Ísland öðlast sjálfbærni í viðarframleiðslu og er því brýnt að hefja rannsókn á staðbundnum við og möguleikunum á notkun hans í hönnun.”

agusta4agusta2(postkort)

SPIL: Lowtech playful accessories eftir Ágústu Sveinsdóttur

Hægt að sjá video HÉR

anna2 anna4

BURN BOWL: Primitive outdoor cooking experience eftir Önnu Guðmundsdóttur

Hægt að sjá video HÉR

björk1(postkort) björk2

GONE BAKING: Hot spring baking experience eftir Björk Gunnbjörnsdóttur

Hægt að sjá video HÉR

bui2(postkort)bui1

VERY LIGHT: For a world in need of sustainable energy eftir Búa Bjarmar Aðalsteinsson

Hægt að sjá video HÉR

katin6 katrin2(postkort)

INFUSE: Container for a refreshing experience eftir Katrínu Magnúsdóttur

Hægt að sjá video HÉR

sigurjon1 sigurjon3(postkort)

SEAWEED: A connection between two worlds eftir Sigurjón Axelsson

Hægt að sjá video HÉR

thelma3(postkort)thelma2

STICK AROUND: Walking stick as a body rest eftir Thelmu Hrund Benediktsdóttur

Hægt að sjá video HÉR

Hér má einnig sjá sameiginlegt video nemendanna um verkefnið.

Ótrúlega falleg verkefni og vel útfærð verð ég að segja, það er ekki furða að virt hönnunarvefsíða eins og Frame Magazine hafi fjallað um verkefnið fyrr í kvöld. Sem fyrrverandi nemandi skólans get ég ekki annað en verið spennt fyrir næstu útskriftarsýningu skólans, þessir nemendur virðast hafa hækkað standardinn.

Ég mæli með að horfa á videoin sem ég læt fylgja með, þau útskýra verkefnin mjög vel:)

 

ELDHÚSKRÓKURINN

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Katrín Sveinsdóttir

    8. January 2014

    Ég horfði á öll myndbrotin og ég er sammála þér að þetta meiriháttar vel heppnað og framsetningin er líka flott hjá þeim.

  2. Íris Pedersen

    9. January 2014

    Rosalega flott! Er hrifnust af Burn Bowl og Gone Baking, sniðugar hugmyndir!:)