TOM DIXON // ÓSKALISTINN

HönnunÓskalistinnSamstarf

Það er Tom Dixon þema þessa vikuna hér á SVARTÁHVÍTU – af augljósum ástæðum – kóngurinn er væntanlegur til landsins til að opna sýningu sína Around the world sem stendur opin alla helgina. Ég tók saman nokkra af mínum uppáhalds hlutum ásamt nýjungum sem ég er að tryllast yfir.

 

Helgina 16. – 17. júní er 30% afsláttur af öllum Tom Dixon vörum og pöntunum hjá Lumex, en þess má geta að verslunin verður með Pop up verslun í KEXverksmiðjunni, Skúlagötu 28 og verður aðeins hægt að versla þar um helgina.

Melt ljósið svarta er guðdómlega fallegt og verður hægt að vinna það um helgina í instagramleik #lumeXdixon – mæli með!

Vörurnar hér að ofan eru allar frá Tom Dixon, ég á nokkrar heima enda um að ræða minn allra uppáhalds hönnuð og ég mun líklega falla í yfirlið þegar ég hitti hann.

 Það sem ég hef fengið að sjá hingað til af sýningunni er  T R Y L L T – ekki missa af!

TOM DIXON KEMUR TIL ÍSLANDS!

Skrifa Innlegg