fbpx

TIVOLI ÚTVARP, GÆÐI EÐA DRASL?

EldhúsHönnun

Það kom upp nokkuð áhugaverð umræða í gær í facebook hópnum “Notaðar hönnunarvörur“, þar óskaði ein eftir Tivoli útvarpi og útfrá því spannst umræða um gæði tækjanna eftir að ég benti á að mér þættu þetta vera ansi léleg tæki.

Það er nefnilega þannig að ef þú flettir “Tivoli útvarp” upp á Google þá kemur m.a. þessi klausa “Orð geta vart lýst hljómgæðunum sem koma úr þessum litlu útvörpum sem hönnuð eru af Henry Kloss”

Tjahh þetta hef ég allavega aldrei upplifað með mitt tæki frá því að ég fékk það fyrir nokkrum árum síðan, hljómurinn er í mesta falli ágætur en það er ef ég næ inná rás, ég hef t.d. aldrei náð K100 eða Létt Bylgjunni. Ef ég stend uppvið tækið nær það mögulega vel inná einhverja útvarpsrás en ef ég færi mig í burtu þá heyrast skruðningar. Þess má geta að tækið hefur verið úti í skúr í nokkra mánuði núna, ég gafst hreinlega upp á því. (Tek fram að ég hef búið á nokkrum stöðum með útvarpið svo þetta tengist ekki staðsetningu).

85aea1a4800244fd702c57a8fe607e1c

Þetta hefði verið hið fullkomna útvarpstæki í eldhúsið t.d., lítið og smekklegt.

Það væri áhugavert að heyra hvort að meirihluti fólks sé að upplifa þetta sama með sín tæki, sem eiga jú að vera með einstökum hljómgæðum. Við í fjölskyldunni minni (foreldrar, amma+afi og systir mín) eignuðumst  svona tæki á svipuðum tíma sem hafa verið jafn léleg, -og öll keypt á Íslandi.

Það kostar mikinn pening að gera við tækin, en ég spyr mig, á að þurfa að gera við þessi “frábæru gæðaútvörp”?

x svana

FYRIR FIMM ÁRUM SÍÐAN...

Skrifa Innlegg

62 Skilaboð

  1. Áslaug Þorgeirs.

    30. October 2014

    Ég vil sjá þetta mál fara lengra. Þetta hlýtur að vera eitthvað evróputengt því ekki er mitt frábært (Danmörk)!

    Væri til í að heyra frá þeim sem flytja tækið inn..

    EN..Mikið er mitt fallegt, haha :)

  2. Þorbjörg Gunnarsdóttir

    30. October 2014

    Við hjónin vorum ægilega glöð þegar við tímdum að kaupa okkur Tivoli útvarp í eldhúsið, það kostaði heilan helling, fannst okkur! Eftir nokkur ár var það ónýtt. Sambandsleysi í tökkunum, datt út og var með alls konar leiðindi. Dæmt óviðgerðarhæft. Því var hent! Ég mun aldrei kaupa svona útvarp aftur.

  3. Halldóra

    30. October 2014

    Ég á svona útvarp og það hefur aldrei virkað almennilega. Mjög erfitt að ná inn rás og svo truflast það mjög auðveldlega. Það er voða fínt sem skraut í eldhúsið og gegnir nær bara því hlutverki hjá mér, því miður.

  4. Soffia

    30. October 2014

    Mér finnst þetta stórmerkilegt – við höfum alltaf verið alsæl með okkar, það er nánast oftast stillt á Létt (sá að þú skrifaðir að þú náðir henni ekki Svana) og frábær hljómar, bæði á útvarp og þegar Ipod er tengdur við. Það er staðsett í eldhúsinu, en ég set það stundum út um gluggann á sumrin og hlusta þegar við erum í garðinum eða á pallinum og allt í gúddí. En það er USA útvarp – keypt í Ameríkunni.

  5. Birta

    30. October 2014

    Við systkinin gáfum bróðir okkar Tivoli 2 (útvarp og annar hátalari) í útskriftargjöf og hann var voða ánægður með það. Hefur svo samband nokkrum dögum seinna til að segja mér hversu ótrúlega góðir hljómur er í græjunum! :) Og hann er mikill áhugamaður um tónlist og spáir talsvert í soundinu. Mamma og pabbi eiga líka útvarpið og það er alltaf mjög góður hljómur, þó það sé stundum erfitt að tune-a það hárrétt á sumar stöðvar.

  6. Sandra Karls

    30. October 2014

    Ég er algjörlega sammála. Við eigum líka svona fallegt eldhús útvarp, en það er eiginlega bara notað fyrir hundinn þegar hún er ein heima því ég meika ekki skruðninginn. Það er eins og þetta sé eitthvað vesen í tökkunum, því skruðningurinn minnkar ef ég fikta í volume takkanum miklu frekar en þeim sem stillir rásina. Svo er ennþá meiri skruðningur ef ég set símann eða ipod í samband. Ótrúlega leiðinlegt því þetta er fallegt útvarp og ekki var það ódýrt…

  7. Hanna

    30. October 2014

    Mér finnst mitt æði, næ öllum stöðvum og nota það líka mikið til að tengja við símann.

  8. Piparfugl

    30. October 2014

    Ég á Tívolí útvarp og er mjög ánægð með hljómgæðin, hef samt lent í því að sándið detti út þegar ég blasta músík. Það er nauðsynlegt að vera með loftnet ef maður ætlar að ná öllum útvarpsstöðvum og það er hægt að kaupa lítið tengi í það

  9. Þuríður

    30. October 2014

    Ég hef átt Tivoli tæki í nokkur ár og hef sömu sögu að segja, þ.e.nær illa stöðvunum og þegar ég næ þeim þá detta þær út eftir smá stund. Þegar ég spila cd eða tengi símann minn við tækið virkar það fínt…. hef heyrt (og sel það ekki dýrara en ég keypti það) að það sé munur á model one og model two tækjum. Þannig að útvarpið í model one tækjum sé ekki með neitt vesen eins og útvarpið í model two tækjunum. Getur einhver vottað þetta?

  10. Erla

    30. October 2014

    Ég á svona útvarp sem ég eignaðist fyrir þó nokkuð mörgum árum. Það var lengi vel í kassanum eða þangað til ég flutti að heiman. Það hefur verið kveikt á því nánast upp á dag síðan ég stakk því í samband fyrst og ég hef alltaf verið mjög ánægð með það. Ég hlusta aðalega á rás 1 eða rás 2 sem eru náttúrlega með sterkustu útsendingarnar svo ég lendi sjaldan í því að ná ekki stöðvum en ef ég lendi í vandræðum prófa ég oft að skipta úr utanáliggjandi loftneti yfir í innbyggða eða öfugt og þá næ ég sambandi. Sambandið gæti líka verið lélegt akkurat þar sem þú hefur haft útvaripið, það fer mjög mikið eftir staðsetningu hvernig sendingarnar nást.
    Hljómurinn er náttúrlega ekkert á víð alvöru hljómflutningsgræjur sem ég er líka með, en miðað við stærð tækisins þá er þetta góður hljómur. Ég tengi mjög oft i-podinn minn við tækið og hlusta á meðan ég tek til eða stússast í eldhúsinu. Kanski fer þetta eftir því hvenar tækið var keypt, mitt var keypt í kring um 2006 ef ég man rétt.

  11. Steina

    30. October 2014

    Það er takki aftan á tivoli tækjunum þar sem þú getur valið hvort að þú ert með internal eða external loftnet. Var alltaf með eilífa skruðninga og það virkaði að breyta þessari stillingu, það hefur hljómað eins og draumur eftir það síðastliðin 11 ár

  12. Anna

    30. October 2014

    Ég á Model one og model two, þau eru bæði mjög léleg.

  13. Arna Þ

    30. October 2014

    Er mjög ánægð með mitt. Tengi það mikið við i-phone og það virkar vel. Svo er ég með svona lítið hvítt loftnet og nö öllum stöðvum. En áhugaverð ábending!

  14. Linda

    30. October 2014

    Á tvö Tivoli eldri gerđin betri. Nýja tækiđ
    sem er međ cd takkanum ekki eins gott
    en falleg eru þau, hljòmurinn gòđur.

  15. Laufey

    30. October 2014

    Móðir mín keypti Tivoli tæki fyrir nokkrum árum og það var vægt til orða tekið dýrasta og lélegasta útvarp sem hún hafði eignast um ævina, erfitt að finna rásir og svo mátti ekki tala í gsm í sama rými og útvarpið var í þá vældi í því. Þegar við fórum í verslunina í Ármúlanum þar sem hún keypti tækið og reyndum að kvarta þar sem við héldum að tækið væri gallað var okkur tekið mjög illa og með ótrúlegum dónaskap. Þarna voru að vinna kona og maður (ég veit nú ekki hvort þau voru hjón eða hvað) en þau voru bæði hvort öðru dónalegra og hreyttu í okkur að þessi tæki væru ALDREI gölluð og það þyrfti ekkert að ath. það. Með þetta fórum við út með tækið ömurlega undir hendinni og svekktar yfir að hafa eytt tugum þúsunda í þetta drasl og fá svo fúkyrði yfir sig þegar maður kemur til að fá þjónustu.

    • Noname

      30. October 2014

      Sama fólk og afgreiddi mig og svaraði mér ákkúrat sama! Þau tóku samt tækið en þegar ég sótti það úr viðgerð hafði ekkert verið að og því ekkert gert. Tækið hefur aldrei verið nothæft.

      • Ingunn

        31. October 2014

        Lenti í alveg því sama, reyndar með Songbook. Náðist bara ein stöð sem datt inn og út, ekkert hlustað á mig í versluninni (í Ármúlanum). Tekið í viðgerð og þar kom í ljós að ekkert væri að og því ekkert gert (enn í ábyrgð). Gat aldrei notað tækið (fimm ár síðan þetta var).
        Á líka gamalt model one sem virkar alltaf mjög vel.

  16. Ásdís

    30. October 2014

    Ég á svona tæki, ég næ engum stöðvum, jú stundum einmitt K100 og einstöku sinnum Bylgjunni. En mér finnst hljómgæðin vera mjög góð og nota það mikið til þess að spila af Ipod eða símanum mínum!

  17. Erla

    30. October 2014

    mitt tivoli 1 er keypt 2005/2006 hefur aldrei verið skemmtilegt, mér finnst það rosa flott en rúllar alltaf af stöðinni… æi það sem sagt byrja skruðningar eftir smá stund. hljómurinn líka ekkert spes…

  18. Fyrsta lagi, afhverju vissi ég EKKI af þessari grúbbu. Geng beint í það mál.

    Öðru lagi, þá held ég að þetta sé kannski einhver birtingarmynd um blæti, Tivoli útvörpin eru jú dýr, fræg hönnun og veita eigandanum ákveðna staðalímynd. Ekki bara útvarp með notagildi heldur sko Tivoli útvarp með fegurðargildi í þokkabót.

    Hún móðir mín splæsti í eitt fyrir ekki svo löngu og er mjög ánægð með það. Hún notar það til að hlusta á tónlist – þ.e. tengist í gegnum bluetooth og spilar í gegnum spotify. Rosa sniðugt.

  19. Svanhvít

    30. October 2014

    Gott að heyra að fleiri eru í vanda með Tivoli tækin sín. Ég næ einmitt ekki K100 á mínu og mér finnst vera endalausir skruðningar og vesen með það. Nenni ekki að nota það vegna þess. Gat alltaf tengt iPod og hlustað þannig en svo einn daginn virkaði það ekki. Skildi aldrei af hverju. Flott tæki en drasl.

  20. Guðrún

    30. October 2014

    Við erum með SongBook Tivoli útvarp heima, það er eitt af ljótari útvörpum frá þeim en virkar mjög vel!

  21. Katrín

    30. October 2014

    Þegar ég heyri Tivoli útvarp þá dettur mér í hug skruðningar, þannig er útvarpið heima hjá mér. Ég ætla að prófa þetta sem ég sá hér að ofan “internal eða external” .

  22. Hjördís

    30. October 2014

    Mitt Tivoli er líka svona, það eru oft skruðningar, sérstaklega ef maður er staðsettur rétt hjá því (sem er pirrandi því það er við matarborðið og ég gefst upp á fréttunum þegar Útvarp Saga fer allt í einu að hljóma með….) og það þarf oft að snúa loftneti og skífunni fram og aftur til að finna gott merki.

    En mér finnst hljómurinn úr því mjög fínn, og útvarpið lítur fallega út :)

  23. Tinna

    30. October 2014

    Ég er með Tivoli útvarp í eldhúsinu. Mér finnst svo þægilegt að hlusta á útvarpið meðan ég elda… það er samt eins og að finna nál í heystakki að finna útvarpsrás án skruðninga í þessu tæki. Ég myndi aldrei kaupa mér Tivoli tæki aftur. Ég þarf stundum að lemja í það og þá hrekkur rás inn, meiriháttar alveg! Þetta er alls ekki bundið við staðsetningu tækisins í íbúðinni og hvað þá hvar maður býr, ég hef flutt með það á milli hverfa í Reykjavík og í Garðabæ. Ég held ég fari bara að endurnýja og kaupa mér frá öðrum framleiðanda.

  24. Sólveig Ása

    30. October 2014

    Einmitt…ég hef verið frekar miður mín yfir þessu lengi og glöð að heyra (lesa) að það er ekki bara ég. Ég hef slæma reynslu af Tívolí því miður. Erfitt að ná útvarpsstöðvum. Skruðningar við minnstu truflun og mjög lélegt hljóð þegar það er tengt til þess að spila tónlist úr TD Ipad, Iphone eða eh slíku.

  25. Hulda

    30. October 2014

    Hvar kaupið þið snúru til að tengja síma eða Ipod við tækið og hvernig lítur hún út.
    Ég ætla nú aðeins að skoða þennan takka þarna aftan á og svissa á milli loftneta.
    Ég á Model 2 og það hefur verið ómögulegt frá degi eitt en systir mín á ári eldra Model 1 sem hefur alltaf virkað fínt.

    • Noname

      30. October 2014

      Mini jack snúra – getur keypt hana t.d. í Elko.

  26. Brynja Björk Garðarsdóttir

    30. October 2014

    Ég á svona útvarp sem ég elska. Ég hef aldrei orðið vör við neitt vesen í því og æðislegur hljómur – hljómgæðin eru best athuguð með því að tengja tækið við ipod eða iphone sem ég geri oft. Útvarpssendingin er kannski léleg hjá einhverjum en hljómgæðin eru afbragð. Margt sem getur haft áhrif á gæði útvarpssendingarinnar annað en tækið sjálft.

  27. Elín

    30. October 2014

    Ég á Pal-tæki, búin að eiga í mörg ár og kann vel við það, þyrfti að skipta um rafhlöðu en það er bara eðlilegt miðað við notkun. Við erum kannski ekki mikið að fara á milli stöðva og ég finn að það er erfitt að hitta á sumar útsendingar. Það sem mér finnst samt leiðinlegra er að matta filman sem er á Pal flagnar af og þar sem útvarpið er í eldhúsi með tilheyrandi fitu í loftinu þá er ekki hægt að þrífa tækið án þess að nota sápu (sem á að vera big-no-no) þannig að filman er alveg farin af á hliðunum þar sem ég hef þurft að skrúbba tækið svo það sé ekki fituklístrað

    • Sigrún

      21. October 2017

      Ég á Pal tæki líka. Það er frábært. En með sama galla varðandi hliðarnar. filman dottin af enda tækið það eina á heimilinu og búin að eiga það um árabil. Þurfti að kaupa batterý í það. verð að segja að þau sem eru þarna í versluninni eru verulega leiðinleg. Og hefði gengið út ef ég hefði ekki endilega viljað fá tækið í lag. En sko það er þá bara að hafa það alltaf tengt við rafmagn.

  28. Jane Petra

    30. October 2014

    Það er eins og Svana sé að lýsa tækinu mínu, er sem sagt ekki nógu ánægð með það :/

  29. Jóhanna

    30. October 2014

    Hæ. Á Tivoli model one sem ég fékk í jólagjöf og veit því ekki hvaðan það kom. Alltaf skruðningar í því. Erum í þokkalega stóru eldhúsi og búin að ferðast með það á milli veggja. Skiptir ekki máli hvar það er. Nú er það bara vandræðalegt uppí hillu.

  30. Inga Rós Gunnarsdóttir

    30. October 2014

    Mitt er einmitt mjög leiðinlegt. Það er mjög erfitt að ná inn stöðvunum og þegar ég næ að stilla það þannig að stöðin næst án skruðninga og snerti ekki við takkanum þá byrja að koma skruðningar eftir nokkra daga, þá þarf ég að stilla það aftur! Það er eins og takkinn færist af sjálfu sér. Svo pirrandi.

  31. Auður

    30. October 2014

    ha? í alvöru! Ég er svo ótrúlega hrifin af tivoli model one útvarpinu mínu og pabbi á eins. Hljómurinn er svo góður í þessu litla tæki að mér finnst það varla ná nokkurri átt! Ég næ flest öllum stöðvum bara mjög vel! þarf bara að fínstilla miðað við ljósið (sem mér finnst algjör snilld að hafa til að stilla betur). Svo tengi ég oft ipodinn við og dásma hljóðið! Tækið virkar lika mjög vel hjá pabba sl. 10 ár og helfur aldrei verið stillingavandræði eða lélegur hljómur. (btw. útvarpssendingar eru nú ekkert hágæðasendingar!) Ég gæti ekki verið ánægðari með eldhúsútvarpið!

  32. Inga Rós Gunnarsdóttir

    30. October 2014

    Annars finnst mér hljómgæðin framúrskarandi miðað við einn hátalara en það er erfitt að ná inn rásunum góðum.

  33. Tinna

    30. October 2014

    Ég er búin að eiga model two tæki í mörg ár en aldrei náð almennilega rásum nema þær detti út. Ég hef alltaf haldið að þetta væri sambandsleysi inni í íbúðinni en greinilega ekki!

  34. Guðlaug

    30. October 2014

    Ég á Tivoli útvarp, gæti ekki verið ánægðari með það , búin að eiga það í að verða 9 ár aldrei neitt vesen.
    Er með snúru til að tenga í símann,og ipod er með útvarpið í eldhúsinu og mér finnst þetta útvarp betra en útvarpið í græjunum istofunni.

  35. Fjóla

    30. October 2014

    Mitt tæki er einmitt að safna ryki inni í geymslu, gafst upp á því þar sem ég náði nánast engum stöðvum góðum!

  36. Erla

    30. October 2014

    Ég er reyndar ósammála um að hljómurinn sé lélegur, ég er með model 2 og líka geislaspilarann og hljómurinn er mjög góður miðað við svona litla græju.
    En að reyna að ná hreinni útvarpssendingu er bara ekki að ganga upp, er búin að vera með útvarpið á 4 mismunandi stöðum í íbúðinni og það er alltaf eins, fullt af skruðningum.
    Um daginn fann ég fína sendingu á FM-X klassík, um leið og ég gekk í burtu frá tækinu þá hoppaði útsendingin yfir á gufuna.

  37. Sigrún

    30. October 2014

    Mig var búið að dreyma um Tivoli græjur lengi og svo loksins þegar að ég eignaðist hana þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum. Ég hef aldrei náð neinum rásum almennilega. Tækið hefur verið þannig frá upphafi svo ég ákvað að hringja í umboðsaðilann á Íslandi (Hljómsýn) til að fá upplýsingar um hvert ég gæti farið með það í viðgerð því mig langaði virkilega að geta notað það. Eigandinn sjálfur svaraði í símann og gjörsamlega hraunaði yfir mig fyrir að halda því fram að tækið hefði verið bilað frá byrjun. Ég mun pottþétt aldrei versla í Hljómsýn aftur og mæli ekki með Tivoli græjum.

  38. Heiða

    30. October 2014

    Ég á svona tæki, hef búið á mörgum stöðum og hefur það aldrei ná neinni stöð vel, maður stillir það, labbar frá og þá koma bara skruðningar, ömurlegt. En ef ég sting ipod í það þá er mjög flottur hljómur. En ég keypti þetta til að hlusta á útvarpið í eldhúsinu og hefur það aldrei gengið, hef oft hugsað um að fara og kvarta en ekki komið mér í það, enda útvarpið örugglega löngu dottið úr ábyrgð.

  39. Hjördís

    30. October 2014

    Hef búið á 3 stöðum með mitt og það er alltaf jafn lélegt.. sömuleiðis eru foreldra minna og tengdaforeldra mjög lélegt!

  40. Elín Sigrún

    30. October 2014

    Ég fékk eitt í jólagjöf frá vinnunni 2007 og við notum það ennþá og mjög gott sound í því og við erum með svona digital stöðvarás og nö öllum rásunum

  41. Aðalheiðr

    30. October 2014

    Bý í Neskaupstað og næ ekki nema Bylgjunni og Rás 2 með herkjum og skruðningum. Aldrei Rás 1 eða öðru. Þvílík vonbrigði! Hljómurinn er fínn.

  42. Þórey

    30. October 2014

    Vandræði með mitt Tivoli og hefur alltaf verið. Hef verið með það á þremur mismunandi stöðum. Skruðningar, erfitt að ná rásum og ef nást ágæt gæði detta þau yfirleitt út eftir ca. klst. :( En fallegt er það :)

  43. Ingibjörg

    30. October 2014

    Við höfum átt svona útvarp í nokkur ár og mér finnst það alveg nógu gott. Reyndar svolítið erfitt að skipta um stöð (held að takkinn sé eitthvað skakkur) og ekki bestu hljómgæði í heimi en það þjónar sínum tilgangi í eldhúsinu (til að hlusta á morgun-/kvöldfréttir og svo sem hátalari með uppvaskinu eftir kvöldmat)

  44. Freyja

    30. October 2014

    Mitt er keypt á Íslandi 2006 og er audioONE. Það hefur ALDREI virkað almennilega, útvarpið er ógeðslega lélegt og ég sármóðguð! Ég fór með það í umboðið 2008 því ég trúði þessu ekki en fékk það til baka með upplýsingarnar um að ekkert væri að. Ég prófaði síðar annað loftnet en enginn munur.

    Tækið mitt hefur flutt með mér ansi oft og meira að segja til útlanda en hefur aldrei virkað að viti. Í dag er það skraut í eldhúsinu, ekki einu sinni í sambandi!

    Foreldrar mínir eiga svo Pal sem virkar mjög vel, búin að eiga það lengur en ég mitt og aldrei verið vandamál. Amma mín á líka þannig og sömu sögu er að segja þar. Tengdó eiga svo audioTWO og eftir því sem ég best veit virkar það líka fínt.

    Mín niðurstaða er sú að modelOne sé drasl! Jú hljómurinn fínn með aux en nær aldrei tæru við útvarpið.

  45. Sandra

    31. October 2014

    Það er til svona tæki á heimilinu og virkar vel, nema það er erfitt að ná sumum útvarpsstöðvum… en hljóðgæðin… VÁ.. Þau eru geggjuð! Við höfum við oft fengið komment á það þar sem útvarpið er í frekar stóru rými þegar veislur eða gleðskapur er annarsvegar.

  46. Guðrún

    31. October 2014

    Hæ :-) Við er búin að eiga okkar síðan 2009 og var það mjög gott fyrst en svo náði ég engri rás án mikilla skruðninga þrátt fyrir að hafa búið á þremur stöðum……..

    En hlustið nú! Maðurinn minn fann ráð á netinu sem svínvirkar! Leggið útvarpið á bakið og snúið takkanum (sem þið stillið rásirnar með) rösklega í hringi í 3 mínútur kveikið svo á því og útvarpið er komið í lag!

      • Guðrún

        2. November 2014

        Ég veit, ég hló að mínum manni þegar að hann kom með þetta ráð en prófið:-)

    • Hulda Guðmundsdóttir

      4. November 2014

      Ég er ekki frá því að þetta hafi virkað hjá mér.

  47. Lilja Dögg

    31. October 2014

    ég erfði þetta fína tivoli tæki eftir afa minn. Hann var fyrir löngu búinn að gefast upp á að reyna að ná stöð á tækinu, það var eins og hún dytti alltaf út og þá komu skruðningar. Þegar ég fékk tækið hringdi ég í Ármúlann og lýsti vandamálinu, fékk þau svör að fara með tækið í viðgerðarþjónustu sem heitir Sónar að mig minnir- er í skeifunni. Þegar ég kom með tækið þangað þá vissu þeir strax hvað vandamálið var, og sögðu að þetta væri mjög algengt vandamál með þessi tæki. eitthvað vandamál varðandi stöðvatakkann. Fyrir þessa lagfæringu mátti ég borga 13000 kr- og það er í fínu standi í dag og hljómurinn æðislegur :) en frekar undarlegt að þurfa að greiða svona mikið fyrir viðgerð á svona dýru tæki sem er nokkurra ára gamalt :/

    • Svart á Hvítu

      1. November 2014

      Mjög sammála því.. ofsalega dýr viðgerð! Mikið væri nú gott ef tækin væru bara í lagi haha:) Kíki kannski í Sónar með mitt!

      • Lilja Dögg

        1. November 2014

        já- og þegar ég sagði að mér findist þetta dýrt þá var svarið- nýtt svona tæki kostar 40 þúsund kr! einmitt þess vegna ætti maður ekki að þurfa að láta laga það, eða ég hefði haldið það með gæðaútvörp? en þar sem ég borgaði ekki krónu fyrir það til að byrja með þá sló ég til.

  48. Brynhildur

    11. November 2014

    Ég hef átt tvö Tivoli og bæði hafa verið til vandræða. Mér var hins vegar bent á aðra tegund sem er án vafa bestu græjur sem ég hef átt, Geneva (http://www.genevalab.com/sound/is_en/), Hljómsýn í Ármúla selja þetta.
    Þetta eru svakalega smart græjur, einfaldar, stílhreinar og notendavænar og hljómurinn er engu líkur. Ég er núna heittrúuð og á 3 tegundir, XS, L og World Radio. Við kippum þeim litlu með hvert sem er og allir streyma tónlistinni sinni með Bluetooth, allt virkar eins og smurt og alveg galið hvað hljómurinn er flottur – jafnvel úr minnstu græjunni. Ég mun aldrei horfa á Tivoli aftur …

  49. Hrefna

    9. March 2015

    Nei sko, hér eru sálufélagar. Mikil vonbrigði hér með Tivolí tækið, þ.e. æðislegt þar til það bilaði eftir 5 ára eign, fór í viðgerð til Sónar og kom ágætt til baka en viðgerðin entist í ár og nú veit ég ekki hvað ég á að gera. En var að breyta stillingunni aftan á í ,,internal” úr ,,external” og svei mér þá ef það er ekki bara betra. Sjáum hvað það endist! þetta var dýrt og því treysti ég því að þetta væri mkil gæðavara og hef því orðið fyrir vonbrigðum. En sjáum hvað setur. Hef ekki prófað þetta ráð með að stilla það á bakinu………

  50. Einar Þór haraldsson

    29. June 2015

    Keypti tvö um árið i epal og hef aldrei lent i neinu með min. Frabær hljómur og næ öllum stöðvum a það og kannski að benta a það að það er hægt að stilla það bakvið hvort þu viljir nota innra eða ytra loftnetið en ef þu kýst ytra þa þarftu loftnetið sem fylgdi með tækinu.

  51. Jens Valur Ólason

    13. May 2016

    Á okkar tæki datt loftnetið úr sambandi inni í tækinu. Það sá ég þegar ég opnaði það.