Það kom upp nokkuð áhugaverð umræða í gær í facebook hópnum “Notaðar hönnunarvörur“, þar óskaði ein eftir Tivoli útvarpi og útfrá því spannst umræða um gæði tækjanna eftir að ég benti á að mér þættu þetta vera ansi léleg tæki.
Það er nefnilega þannig að ef þú flettir “Tivoli útvarp” upp á Google þá kemur m.a. þessi klausa “Orð geta vart lýst hljómgæðunum sem koma úr þessum litlu útvörpum sem hönnuð eru af Henry Kloss”
Tjahh þetta hef ég allavega aldrei upplifað með mitt tæki frá því að ég fékk það fyrir nokkrum árum síðan, hljómurinn er í mesta falli ágætur en það er ef ég næ inná rás, ég hef t.d. aldrei náð K100 eða Létt Bylgjunni. Ef ég stend uppvið tækið nær það mögulega vel inná einhverja útvarpsrás en ef ég færi mig í burtu þá heyrast skruðningar. Þess má geta að tækið hefur verið úti í skúr í nokkra mánuði núna, ég gafst hreinlega upp á því. (Tek fram að ég hef búið á nokkrum stöðum með útvarpið svo þetta tengist ekki staðsetningu).
Þetta hefði verið hið fullkomna útvarpstæki í eldhúsið t.d., lítið og smekklegt.
Það væri áhugavert að heyra hvort að meirihluti fólks sé að upplifa þetta sama með sín tæki, sem eiga jú að vera með einstökum hljómgæðum. Við í fjölskyldunni minni (foreldrar, amma+afi og systir mín) eignuðumst svona tæki á svipuðum tíma sem hafa verið jafn léleg, -og öll keypt á Íslandi.
Það kostar mikinn pening að gera við tækin, en ég spyr mig, á að þurfa að gera við þessi “frábæru gæðaútvörp”?
x svana
Skrifa Innlegg