fbpx

Tímavélin

Heimili
Mér var bent á þetta fallega heimili af lesanda fyrr í kvöld.
Má ég kynna fyrir ykkur hana Noru, 89 ára gamla ekkju frá Philadelphia.
Áhugamál hennar eru föt og make-up.
Uppáhaldsliturinn hennar er bleikur en maðurinn hennar var meira fyrir bláann.
Nora sem er ein af 13 systkinum ólst upp við baðherbergi sem var á stærð við símaklefa.
Maðurinn hennar útbjó á sínum tíma draumabaðherbergið hennar Noru, sem var auðvitað í uppáhaldslitunum þeirra, bleikum og bláum!
Þetta baðherbergi er aðeins of krúttlegt
Fallega blátt bað
Eldhúsið sem gert var upp um 1960, með bleiku borði í innréttingunni ásamt bleikum veggjum.
Og upprunalegi bakaraofninn-að sjálfsögðu.

Innbyggður eldhúsrúllu skápur
Tada!
Falleg ílát.. auðvitað í bleiku:)
Mér finnst hún Nora alveg vera til fyrimyndar, heimilið hennar er ótrúlega fallegt og hún virðist vera ansi nægjusöm. Það væru margir búnir að rífa út bláa baðkarið og bleika eldhúsið.

Aslaug Magnusdottir megapæja

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Rósa Þórunn

    16. March 2011

    Yndislegt heimili hjá henni :)
    Mér finnst gömul eldhús svo skemmtileg, allt svo útpælt eins og eldhúsrúlluskápur!

  2. Áslaug

    16. March 2011

    Haha, krúttlegt! Ferlega mikil dúlla þessi kona, og mér sýnist á öllu að maðurinn hennar hafi verið það líka :)

  3. marta.

    16. March 2011

    hef aldrei séð jafn mikla snilld og innifalna eldhúsrúllu what !

    ahhh

  4. Anonymous

    16. March 2011

    Jiiiiii dúllan !!

    Væri alveg til að eiga hana fyrir ömmu, mér finnst hún svo mikið krútt :D

    – Bára

  5. Anna Margrét

    16. March 2011

    Í hinum fullkomna heimi myndi ég svífa um þetta heimili í dragsíðum silkislopp og í innskóm með dúskum á (og ef það væri ekki svona fjári óhollt myndi ég reykja Capi extra long með svona gylltu munnstykki á endanum)
    Þetta er svo sannarlega draumaheimili-drauma að því leiti að ég er hrædd um að ég fái aldrei að vera með svona bleikt heimili. En maður getur alltaf haldið í vonina :-) hí hí

  6. H

    16. March 2011

    :O) þetta er nottla bara æðislegt :O) væri til í eitt svona orginal heimili frá þessum tíma, mundi kannski aðeins dempa bláalitinn, amk. á flísunum, en eldhúsið er fullkomið !

  7. Svart á hvítu

    16. March 2011

    Hún mætti sko alveg vera amma mín þessi dúlla. Hún þurrkar eflaust af alla daga með fjaðrakústi á meðan að hún bíður með rúllurnar í hárinu!:)
    Það ætti hreinlega að friða þessa íbúð, leiðinlegt hvað margir drífa sig í því að rífa út svona skemmtilegar innréttingar til að setja upp Völu Matt eldhús/stofu..
    Pant vera svona í ellinni;)

  8. Hildur Dis

    17. March 2011

    Hún er ÆÐI;)
    Vonandi fæ ég að halda bleik þemanu áfram og enda svona í ellinni